Nýr verkefnastjóri fræðslu og miðlunar

Helga Einarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs.
Helga hefur langa og víðtæka starfsreynslu af menningartengdum störfum og kennslu og starfaði m.a. sem safnfræðslufulltrúi við Þjóðminjasafn Íslands í níu ár. Starfið fólst í verkefnastjórnun fræðslustarfs og yfirumsjón á skipulagningu og viðtöku hópa á öllum aldri í fræðslu, allt frá leikskólabörnum til háskólahópa, sem og umsjón fullorðinsfræðslu. Hún var einnig verkefnastjóri viðburða á safninu, m.a. í tengslum við Barnamenningarhátíð, Háskóla unga fólksins, Safnanótt og Menningarnótt og sá hún um barnastarf í tengslum við Sumardaginn fyrsta og dagskrá í tengslum við komu íslensku jólasveinanna. Helga bar einnig ábyrgð á almenningsfræðslu á safninu og sá um undirbúning og gerð bæklinga og fræðsluefnis í tengslum við sýningar safnsins. Helga hefur komið víða annars staðar við, m.a. var hún umsjónarmaður vefsíðu verkefnisins Kultur För Alla, sá um verkefnastjórn fyrir hönd FÍSOS sem farskólastjóri Farskóla íslenskra safna árið 2018, hefur unnið verkefni fyrir Waterways Ireland, kennt börnum og fullorðnum jóga á Írlandi, sinnt háskólakennslu, unnið rannsóknir og skráningu, starfað sem verkefnastjóri kynningarmála og sinnt öðrum menningartengdum störfum.
Helga er með með BA próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og MA próf í sömu grein frá University College Cork, auk kennsluréttinda á grunn- og framhaldsskólastigi.
Verkefnastjóri fræðslu og miðlunar mun hafa umsjón með fræðslu fyrir börn og ungmenni og taka þátt í viðburðum og stýra fræðslu- og viðburðateymi safnsins. Hann tekur þátt í fjölmenningarverkefnum, situr í fjölmenningarteymi og er tengiliður safnsins við verkefnastjóra kynningar- og fræðslumála hjá Menningarhúsunum í Kópavogi. Verkefnastjóri mun auk þess taka þátt í markaðs- og kynningarstarfi safnsins og sjá um tengsl safnsins við fjölmiðla.
Starfið var auglýst í apríl og voru umsækjendur 93. Helga var metin hæfust til að gegna starfinu með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru til þess samkvæmt starfslýsingu og auglýsingu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
feb
06
feb
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
07
feb
18:00

Sokkalabbarnir

Aðalsafn
07
feb
21:00

Heimstónlist á Safnanótt

Aðalsafn
07
feb
20:00

Gunni Helga á Safnanótt

Aðalsafn
07
feb
18:00

Kópavogs-karókí

Aðalsafn | Tilraunastofan
08
feb
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
08
feb
13:00

SKUTLUR!

Lindasafn, Núpalind 7, 201 Kópavogi

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
5. feb
8-15:30
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
5. feb
13-15:30
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
5. feb
8-15:30
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
5. feb
13-15:30
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað