Opna bókasafnið

Frá 1. júlí opnar aðalsafn Bókasafns Kópavogs kl. 8:00 mánudaga til fimmtudaga. Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs segir að um er að ræða tilraunaverkefni um hið „opna bókasafn“ sem felst í því að safnið er opið fyrir sjálfsafgreiðslu án þjónustu kl. 8:00-9:00. Afgreiðsla safnsins er ómönnuð á þessum tíma en gestir geta nýtt sér safnið að öðru leyti, komið og lesið blöðin, lært, tekið bækur í sjálfsafgreiðslu og skilað o.s.frv.
Fyrirmyndin um hið opna bókasafn kemur frá Danmörku þar sem 56% af þeim klukkutímum sem dönsk bókasöfn eru opin eru ómönnuð og lánþegar nýta sér sjálfsafgreiðslu. Mörg söfn eru opin allan sólarhringinn og lánþegar nota lánþegaskírteinið sitt til að komast inn utan hefðbundins afgreiðslutíma. Lísa hefur kynnt sér hvernig Danir gera þetta og segir hún að mikil ánægja hefur verið með þessa viðbót í Danmörku og gestum á bókasöfnum hefur fjölgað til muna undanfarin ár og útlánum fjölgað. Í minni bæjarfélögum hefur opna bókasafnið verið nýtt sem félagsmiðstöð.
„Á aðalsafni Bókasafns Kópavogs eru nú komnar þrjár sjálfsafgreiðsluvélar sem hafa verið í stöðugri notkun frá því þær voru keyptar. Einnig hafa verið settar upp tölvur þar sem hægt er að leita að efni á öllum hæðum safnsins og ætti það að auðvelda þeim, sem koma á safnið á sjálfsafgreiðslutíma, að finna efni,“ segir Lísa.
Bókasafn Kópavogs er fyrsta opna bókasafnið á höfuðborgarsvæðinu. Vonandi munu Kópavogsbúar og aðrir taka vel í þessa nýjung og nýta sér þessa viðbótarþjónustu. „Við bjóðum alla velkomna á opna bókasafnið,“ segir Lísa að lokum.

Þessi frétt birtist áður í Kópavogspóstinum

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
14
jan

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað