Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.
Á Bókasafni Kópavogs er haldið upp á vikuna með því að lesa norrænar bókmenntir í sögustundum fyrir leikskólabörn á báðum söfnum og einnig í opinni sögustund fyrir alla á aðalsafni miðvikudaginn 13. nóvember.
Einnig geta gestir í barnadeild tekið þátt í getraun þar sem kannað er hve vel þátttakendur þekkja norrænu fánana. Dregið verður úr réttum lausnum mánudaginn 18. nóvember og fær einn heppinn vinningshafi bók í verðlaun.