Velkomið sumar!

Nú hafa Menningarhúsin í Kópavogi opnað aftur eftir samkomubann og verfallsaðgerðir.
Það er mikið líf í húsunum og ánægjulegt að finna gleði gesta sem hafa sýnt breyttu fyrirkomulagi í takt við reglur Almannavarna mikinn skilning. Á útisvæðinu eiga tímabundnar framkvæmdir sér stað þar sem verið er að setja upp gosbrunn og vatnspóst. Þar er einnig að finna skemmtileg leiktæki og búið er að blása upp ærslabelginn sívinsæla. Borð og stólar eru komin út fyrir utan Gerðarsafn þar sem fólk hefur getað notið veðurblíðunnar eftir heimsókn á sýningar safnsins og gætt sér á gómsætum mat frá Pure Deli.
Á aðalsafni bókasafnsins og Lindasafni ríkti mikil eftirvænting starfsfólks að fá loksins að opna dyrnar fyrir gestum sem biðu spenntir eftir að fá nýtt og ferskt lesefni til útláns. Auk fjölda nýrra bóka þá hafa einnig bæst við spennandi borðspil á aðalsafni sem hægt er að fá til útláns. Ekki má heldur gleyma því að ný sending sumarútgáfu Múmínbollans er lent í safnbúð bókasafnsins! Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Menningarhúsunum í Kópavogi í allt sumar.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
des
11:30

Mömmuskipti á Lindasafni

Lindasafn
13
des
13
des
13
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
20
des
20
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
21
des
22
des
11:00

Jólakósí á bókasafninu

Aðalsafn
27
des
03
jan
04
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
06
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner