Kúltúr klukkan 13

Vefviðburðir sem stytti fólki stundir á meðan á COVID-19 stóð.
Alls voru gefnir út 18 þættir af Kúltúr Klukkan 13 og er hægt að horfa á 14 þeirra hér.

Í fyrstu bylgju Covid-19 var boðið upp á vefútsendingar frá Menningarhúsunum í Kópavogi klukkan 13.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 23. mars og út apríl mánuð. Viðburðarröðin fékk heitið Kúltúr klukkan 13 og meðal þeirra sem komu fram voruSævar Helgi Bragason, Andri Snær Magnason, Gerður Kristný, Jógvan, Matti Matt, Vignir Snær, Sigurbjörn Bernharðsson, Halla Oddný, Ragna Fróðadóttir, Þorgrímur Þráinsson og fleiri.

„Við starfsfólk Menningarhúsanna höfðum oft rætt þá hugmynd að streyma viðburðum en kringumstæður hreinlega hrintu okkur af stað og við vorum öll mjög spennt að sjá hvert þessi nýjung leiddi okkur í framtíðinni. Við vonumst til þess að viðburðirnir hafi stytt þeim fjölmörgu stundir sem sátu heima í sóttkví eða voruheimavið af öðrum ástæðum. Þá er einnig mikilvægt að mæta listamönnum, en við erum ekkert án þeirra og vildum við svo sannarlega styðja við bakið á þeim, á þessum óvissu tímum.“  segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Fimm menningarhús eru í Kópavogi; Bókasafnið, Gerðarsafn, Salurinn, Náttúrufræðistofa og Héraðsskjalasafn. Fastir sameiginlegir viðburðir eru skipulagðir í húsunum allt árið sem eru gestum að kostnaðarlausu,  til að mynda Menning á miðvikudögum, Fjölskyldustundir á laugardögum og foreldramorgnar á fimmtudögum. Auk þess eru Menningarhúsin sjálf með reglubundna viðburði, en alls þarf að fresta eða fella niður 33 viðburði vegna samkomubannsins sem nú ríkir.

„Það er mikill metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi og mjög ánægjulegt að geta brugðist við þeim sérstöku aðstæðum sem voru uppi í samfélaginu með viðburðum sem allir geta notið, hvar sem þeir eru staddir,“ segir Soffía.

Viðburðirnir voru sendir út á Facebook síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn
19
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað