Sex nýjar og spennandi jólabækur verða til umfjöllunar í Menningu á miðvikudögum næstu vikurnar þar sem Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona ræðir við höfunda nýútkominna bóka og þeir lesa úr bókum sínum á Bókasafni Kópavogs. Viðburðirnir verða sendir út á Facebook-síðum Menningarhúsanna í Kópavogi og Bókasafns Kópavogs og verða einnig aðgengilegir eftir að útsendingu lýkur.
Höfundaspjall í Menningu á miðvikudögum:
28.10.2020 – Lilja Sigurðardóttir: Blóðrauður sjór
04.11.2020 – Ófeigur Sigurðsson: Váboðar
11.11.2020 – Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir
18.11.2020 – Vilborg Davíðsdóttir: Undir Yggdrasil
25.11.2020 – Jón Kalman Stefánsson: Fjarvera þín er myrkur
02.12.2020 – Auður Ava Ólafsdóttir: Dýralíf