Hvað eru íslenskar bókmenntir?

Rithöfundarnir Helen Cova og Ewa Marcinek, sem báðar hafa verið atkvæðamiklar í íslensku listalífi á liðnum árum með skrifum og útgáfu, koma fram í Menningu á miðvikudögum 24.mars næstkomandi og fjalla um höfundaverk sín og íslenskt bókmenntasamhengi.

Báðar eru þær virkar innan útgáfunnar og félagasamtakanna  Ós Pressunnar sem stofnað var árið 2015 í því skyni að styðja við nýjar raddir skálda og rithöfunda á Íslandi sem koma víða að, eru af ólíkum þjóðerni og skrifa á ótal tungumálum. Ós Pressan gefur út tímarit og bækur og hefur haldið fjölda vinnusmiðja, bókmenntaviðburða og listviðburði og hrist duglega upp í íslensku bókmenntalífi með ögrandi spurningum um hvað það er sem geri bókmenntir íslenskar?  

Að éta sjálfan sig 

Helen Cova er fædd í Venesúela og settist að á Íslandi fyrir um sex árum eftir mikið heimshornaflakk. Fyrsta barnabók hennar, Snúlla finnst gott að vera einn, kom út árið 2019 á íslensku, ensku og spænsku og fyrir síðustu jól sendi hún frá sér örsagnasafnið Sjálfsát: að éta sjálfan sig.  Einum þræði er bókin sjálfsævisöguleg og mótast af minningum um ofbeldisfulla bernsku, suður-amerískt töfraraunasæi og furður svífa yfir vötnum og blandast íslenskum heimskautavetri. Bókin kom út hvort tveggja á íslensku og ensku en myndir við hverja sögu gerði Rubén Chumillas. Helen er nú með aðra bók í smíðum sem er hugsuð fyrir börn og unglinga.    

Ísland pólerað 

Ewa Marcinek er fædd í Póllandi og hefur verið búsett á Íslandi frá 2013. Hún nam skapandi skrif og menningarfræði við Háskólann í Wroclaw og síðar myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík. Auk þess að hafa verið atkvæðamikil innan útgáfunnar Ós Pressan er Ewa ásamt Pálínu Jónsdóttur leikstjóra einnig ein af stofnendum alþjóðlega leikfélagsins Reykjavík Ensemble en Reykjavík Ensemble er stofnað sérstaklega sem vettvangur fyrir fjölþjóðlega og íslenska sviðslistamenn, óháð uppruna, kyni og tungumáli. Sýningin Ísland pólerað (Polishing Iceland), sem sett var upp í Tjarnarbíói 2020 og vakti mikla athygli, byggði  á samnefndu og sjálfsævisögulegu  smásagnasafni Ewu um reynsluna af því að vera pólskur innflytjandi á Íslandi og þær áskoranir sem henni fylgja. Ewa er hugvekjuhöfundur Tímarits Máls og menningar árið 2021. 

Höfundaspjall þeirra Ewu og Helen fer fram í Bókasafni Kópavogs, miðvikudaginn 24.mars kl. 12:15. Spjallið fer fram á ensku, aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
des
12:00

Sögustund á úkraínsku

Aðalsafn
03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað