Finnska ungbarnaboxið afhent

Bókasafn Kópavogs hefur verið með ungbarnabox frá Finnska sendiráðinu til sýnis í sumar og haust. Sýningin var tekin niður í nóvember og var kassinn og innihald hans gefið þeirri fjölskyldu sem átti fyrsta barnið á höfuðborgarsvæðinu á Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember síðastiðinn.
Hinir heppnu foreldrar voru Almar Kristmannsson og Helga Björg Jónasdóttir, ungir nýforeldrar sem eignuðust stúlkubarn, Heiði. Heiður fæddist níu vikum fyrir tímann og varði því fyrstu vikum ævinnar á vökudeild Landspítalans en fékk að koma heim um jólin við mikinn fögnuð fjölskyldunnar. Fengu þau kassann í hendurnar rétt fyrir jólin og afhentu Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, og Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, pakkann sem á líklega eftir að koma sér vel fyrir par með fyrsta barn.
Starfsfólk Finnska sendiráðsins og Bókasafns Kópavogs óskar fjölskyldunni velfarnaðar og vonar að vel gangi að feta fyrstu sporin í foreldrahlutverkinu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn
19
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn
19
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað