Kópavogur í regnbogalitunum

Bókasafn Kópavogs vekur athygli á brýnum málefnum hinsegin samfélagsins á safninu og á TikTok.

Kópavogsbær tekur virkan þátt í hinsegin dögum og hefur dregið fána samtakanna að húni við stjórnsýslubyggingu og menningarhús bæjarins í tilefni af baráttu- og fræðsluhátíð hinsegin samfélagsins. Svæðið skartar einnig regnbogatröppum á milli Bókasafnsins og Salarins allan ársins hring.

Bókasafn Kópavogs hefur dregið fram og stillt upp bókum á öllum hæðum sem tengist hinsegin samfélaginu til að vekja athygli á brýnum málefnum þeirra. Þá verður hinn vinsæli Instagramreikningur safnsins helgaður málefnum hinsegin fólks allan mánuðinn sem og Tik Tok síða safnsins.

Kópavogsbær lætur sig málefni hinsegin samfélagsins varða með öflugu menningarstarfi á hausti komanda. Öllum nemendum í 10.bekk í grunnskólum Kópavogs verður boðið á rómaðan heimildasöngleik Bjarna Snæbjörnssonar og Grétu Kristínar Ómarsdóttur, Góðan daginn, faggi, í Salnum í Kópavogi. Hinir ástsælu Gunni og Felix munu einnig bjóða upp á sýningar í Salnum í Kópavogi þar sem fléttað er saman pælingum um alls konar fjölskyldumynstur, skapandi skrif, glens og gleði sem nemendum í 7.bekk í grunnskólum Kópavogs verður boðið á. Sýningarnar verða styrktar af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

22
apr
22
apr
30
ágú
22
apr
18:00

Jane Austen barsvar

Salurinn
23
apr
23
apr
16:00

Hananú!

Aðalsafn
24
apr
13:30

Ef ég væri grágæs | leiksýning

Aðalsafn | barnadeild
24
apr
12:15

Hádegisjazz FÍH | Sumarsveifla

Aðalsafn | 2. hæð
25
apr
11:00

Get together smiðja og opið hús

Aðalsafn | 1. hæð
28
apr
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
29
apr
29
apr
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
29
apr
15:00

Spilaklúbbur | 13-17 ára

Aðalsafn | 3. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað