Kópavogsbær tekur virkan þátt í hinsegin dögum og hefur dregið fána samtakanna að húni við stjórnsýslubyggingu og menningarhús bæjarins í tilefni af baráttu- og fræðsluhátíð hinsegin samfélagsins. Svæðið skartar einnig regnbogatröppum á milli Bókasafnsins og Salarins allan ársins hring.
Bókasafn Kópavogs hefur dregið fram og stillt upp bókum á öllum hæðum sem tengist hinsegin samfélaginu til að vekja athygli á brýnum málefnum þeirra. Þá verður hinn vinsæli Instagramreikningur safnsins helgaður málefnum hinsegin fólks allan mánuðinn sem og Tik Tok síða safnsins.
@bokasafnkopavogs Gleðilega hinsegin daga❤️🧡💛💚💙💜 #lgbt #lgbtq #lgbtqia #lgbtbooks #pridemonth #hinsegin #gleðigangan #bokasafnkopavogs #bokasafn #booktok #library
♬ original sound – nocontextbars
Kópavogsbær lætur sig málefni hinsegin samfélagsins varða með öflugu menningarstarfi á hausti komanda. Öllum nemendum í 10.bekk í grunnskólum Kópavogs verður boðið á rómaðan heimildasöngleik Bjarna Snæbjörnssonar og Grétu Kristínar Ómarsdóttur, Góðan daginn, faggi, í Salnum í Kópavogi. Hinir ástsælu Gunni og Felix munu einnig bjóða upp á sýningar í Salnum í Kópavogi þar sem fléttað er saman pælingum um alls konar fjölskyldumynstur, skapandi skrif, glens og gleði sem nemendum í 7.bekk í grunnskólum Kópavogs verður boðið á. Sýningarnar verða styrktar af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.