Metaðsókn í menningarhúsin

Aðsóknarmet frá 2019 var slegið á síðasta ári þegar 282.000 gestir sóttu menningarhúsin.

Árið 2022 sóttu 282.000 gestir menningarhús Kópavogsbæjar heim sem er 48% aukning frá árinu áður. Þetta er metaðsókn í heildarfjölda gesta en metið var síðast slegið árið 2019, árið áður en Covid-19 faraldurinn reið yfir, þegar gestaheimsóknir voru 280.000. Gestafjöldi í menningarhúsunum er þá orðinn meiri en fyrir faraldur, þrátt fyrir að starfsemi hafi verið takmörkuð fyrstu mánuði ársins vegna Covid-19. Menningarhúsin eru Bókasafn Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn tónlistarhús.

Alls 64.022 gestir sóttu alla þá viðburði sem boðið var upp á í menningarhúsunum og voru að meðaltali 32% fleiri gestir á hverjum viðburði ef miðað er við metárið 2019.

„Þegar horft er yfir litríkt og fjölbreytt starfsár menningarmála árið 2022 endurspeglast sú ástríða og metnaður sem starfsfólk menningarmála leggur í störf sín. Stórauknar aðsóknartölur síðasta árs sýna einnig að breiður hópur gesta kann vel að meta þann fjölbreytileika menningarviðburða sem boðið var upp á. Forstöðumenn menningarhúsanna hafa stýrt starfseminni af miklum hugmyndaauðgi og sköpunarkrafti og notið þar liðsinnis verefnastjóra menningarmála og starfsmanna sinna“, segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
04
nóv
07
okt
04
nóv
05
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
05
nóv
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
05
nóv
12:15

Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn
06
nóv
10:00

Skynjunarleikur

Aðalsafn | 1. hæð
06
nóv
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn | Handavinnuhorn
06
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
08
nóv
13:00

Óróasmiðja

Lindasafn
08
nóv
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
10
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað