Bæjarlistamaður Kópavogs 2023

Lilja Sigurðardóttir er bæjarlistamaður Kópavogs 2023

Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir er Bæjalistamaður Kópavogs 2023. Valið var tilkynnt á Bókasafni Kópavogs í dag, fimmtudaginn 11. maí.  Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi bauð gesti velkomna og Elísabet Sveinsdóttir formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar kynnti tilnefningu bæjarlistamanns og færði henni viðurkenningarskjal og blómvönd.

„Valið á Bæjarlistamanni Kópavogs 2023 var sérstaklega erfitt í ár þar sem lista- og menningarráði bárust margar góðar tilnefningar. Það sýnir og sannar hversu margt öflugt listafólk býr í bænum okkar. En að lokum vorum við sammála um að velja Lilju Sigurðardóttur rithöfund og er hún vel að titlinum komin. Hún hefur skipað sér sess sem einn af okkar fremstu glæpasagnahöfundum og gefið út 10 skáldsögur og sú ellefta væntanleg í haust. Lilja hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir skrif sín og með þessari nafnbót mun hún nú deila hæfileikum sínum með Kópavogsbúum á komandi mánuðum en í Lilja mun m.a. bjóða upp á spennandi og nýstárlega bókaviðburði fyrir Kópavogsbúa. Við hlökkum innilega til samstarfsins með Lilju næsta árið,“ sagði Elísabet Sveinsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, um valið á bæjarlistamanni 2023.

Bæjarlistamaður Kópavogs skal vera tilbúinn til að vinna með Kópavogsbæ að því að efla áhuga á list og listsköpun í bænum og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljónir króna.  Lilja Sigurðardóttir tekur við keflinu af Guðjóni Davíð Karlssyni leikara.

Lilja sagði af þessu tilefni: “Ég er hrærð og þakklát fyrir að vera útnefnd Bæjarlistamaður Kópavogs. Sem fyrsti rithöfundurinn sem ber þennan heiðurstitil finn ég til ábyrgðarinnar sem honum fylgir. Í veröld þar sem lestur fer dalandi er öll áhersla á hið ritaða orð til góðs og er ætlun mín að nýta stöðu mína sem bæjarlistamaður til þess að vekja athygli á gildi glæpasögunnar og hlutverki hennar í yndislestri landsmanna svo og félagslegri rýni. Ég hlakka til að hefja þessa vegferð þar sem tungumálinu og sagnaskáldskap verður fagnað á fjölbreyttan máta í gefandi samstarfi við íbúa Kópavogs.”

Nánar um Lilju Sigurðardóttur

Lilja Sigurðardóttir er landsmönnum góðkunn enda hafa glæpasögur hennar verið fastur liður í jólabókaflóðinu síðastliðin átta ár. Lilja starfaði lengst af við uppeldis- og menntamál svo og nytjaskrif því tengd en hefur verið rithöfundur að aðalatvinnu síðan 2015.

Fyrsta bók Lilju, glæpasagan Spor kom út hjá Bjarti árið 2009 og í kjölfarið kom skáldsagan Fyrirgefning árið 2010. Fyrsta leikrit Lilju Stóru Börnin var sviðsett af leikfélaginu Lab-Loki veturinn 2013-2014 við miklar vinsældir. Lilja hlaut Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir leikritið. Spennusagan Gildran kom út hjá Forlaginu árið 2015 og á eftir fylgdi Netið árið 2016 og Búrið árið 2017. Þessi þríleikur hefur notið alþjóðlegrar hylli með tilheyrandi útgáfu í fjölmörgum löndum. Pólitíska spennusagan Svik kom út árið 2018 og glæpasagan Helköld sól haustið 2019 og var hún byrjun á nýrri sagnaröð sem hélt áfram með bókunum Blóðrauður sjór, Náhvít jörð, Drepsvart hraun og Dauðadjúp sprunga.

Lilja hefur tvisvar sinnum hlotið Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin fyrir Búrið og Svik og því tvisvar verið tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Lilja er einnig ein þriggja Íslendinga sem hafa fengið tilnefningu til Gullna Rýtingsins, einna virtustu glæpasagnaverðlauna heims, en hana hlaut hún fyrir Gildruna.

Lilja fæddist 1972 á Akranesi en ólst upp í Mexíkó, Svíþjóð, Spáni, Kópavogi og Reykjavík. Í dag er hún búsett í Kópavogi.

Á mynd frá vinstri: Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Lilja Sigurðardóttir bæjarlistamaður 2023 og Elísabet Sveinsdóttir formaður lista- og menningarráðs Kópavogs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn
19
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn
19
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað