Sumarlestur fyrir stóra sem smáa

Það er eitt sem bókasafnsstarfsfólk telur sig hafa algera sérstöðu í, bókum! Það er ekki margt starfsfólk á bókasöfnum sem hefur ekki unun af því að lesa. Við vitum hvað þetta er mikilvægt fyrir okkur, auðgar hugann, víkkar sjóndeildarhringinn og heldur heilanum við! Á sumrin hefur Bókasafn Kópavogs löngum staðið fyrir sumarlestri fyrir börn og hefur hann ávallt gengið vel, verið gulrót fyrir börn á sumrin sem vilja mörg hver frekar vera úti að leika eða inni í tölvunni frekar en að lesa. Okkar markmið með sumarlestrinum er, meðal annars að styðja við læsi barna og vekja áhuga barna á fjölbreyttum bókum, til að finna sína bókahillu, ef svo má að orði komast. Við fullorðna fólkið vitum auðvitað að það er miklu skemmtilegra að lesa bækur sem draga okkur inn og vekja áhuga okkar frekar en aðrar minna spennandi. Það þarf að prófa að lesa alls konar til að finna sinn yndislestur. Þá varð sumarlestrarsíðan okkar: www.sumarlestur.is að veruleika fyrir nokkrum árum og við reynum að bæta hana á hverju ári. Dregið er út úr happamiðum barnanna í hverri viku og eitt heppið barn fær bókavinning. Það er dásamlegt að sjá hve mörg börn taka virkan þátt í sumarlestrinum. Áfram krakkar!

Sumarlestur fyrir fullorðna varð svo að veruleika þetta sumarið. Orðið „leslyndi“ kom inn á borð til okkar og við gátum ekki látið það renna okkur úr greipum. Sumarlestur fyrir leslynt fólk varð því til og óhætt er að segja að þátttaka hefur verið framar okkar björtustu vonum. Verkefnið vatt örlítið upp á sig og fór úr því að vera aðeins á Instagram-reikningi bókasafnsins yfir í skráningu, bókaumsagnir og fréttabréf. Við vildum helst fá bókaumsagnir frá samfélaginu og út frá óformlegri könnun á Instagram var niðurstaðan að skráning og verðlaun væri skemmtilegasta leiðin að sumarlestri fullorðinna. Fullorðið fólk hefur nefnilega líka þörf fyrir að deila því hvaða bók það las og okkur finnst svo dýrmætt að heyra hvað öðru fólki finnst um bækur sem það les. Það er því líka dregið úr innsendum bókaumsögnum fullorðinna einu sinni í viku og ein leslynd manneskja hreppir bókagóss í hverri viku, rétt eins og börnin. Áfram leslynda fólkið!

Fyrir börn og fullorðna sem enn hafa ekki skráð sig, þá er það hreint ekki of seint! Tækifæri til að skrá sig verður út miðjan ágúst, en því fyrr því betra.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
10
sep
11
sep
14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
23
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
24
sep

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað