Hausti heilsað með arabískri sveiflu og fíflagangi

Fíflakast, þykjustuleikir, fjöltyngdar smiðjur og fjör slá upptaktinn að menningarvetrinum í Kópavogi.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði laugardaginn 2. september í menningarhúsunum í Kópavogi en þá mun listafólk úr ólíkum áttum bjóða upp á nærandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Þar verður meðal annars boðið upp á nýja sýningu, Ævintýrastuð, með leikurunum Þresti Leó og Góa Karlssyni. Þar er ímyndunaraflið nýtt til hins ýtrasta hjá bæði leikurum og áhorfendum. Félagarnir félagar opna stóru ævintýrabókina og hver veit nema allt verði vitlaust…eða rétt. Það kemur í ljós!

Fíflast með fíflum og Þykjó-blóm

Myndlistarhópur Hlutverkaseturs er listhópur listahátíðarinnar Listar án landamæra en hópurinn mun opna sýninguna Fíflast með fíflum í menningarhúsunum 16. september. Laugardaginn 2. september býður hópurinn upp á skemmtilega viðburði og þátttökuverkefni sem hverfast um fífilinn og sköpunargleðina; fíflakast, fíflakrítar og fíflalega trönumálun.

Á jarðhæð Gerðarsafns verður hægt að búa til sína eigin kórónu með hönnunarteyminu ÞYKJÓ en þar stendur nú yfir sýning á fjölbreyttum sköpunarverkum ÞYKJÓ – allt frá búningum til upplifunarhönnunar og húsgagna.

Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, býður upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Rósu Gísladóttur, FORA, sem stendur yfir á efri hæð Gerðarsafns en sýningin hefur hlotið frábærar viðtökur.

Arabísk sveifla og gómsætt kruðerí

Á laugardaginn verður líka dásamlegt arabískt stuð og sveifla í samstarfi við hjálparsamtökin Get together og Félag kvenna frá Marokkó. Myndlistarkonurnar Yara Zein og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir leiða arabíska listsmiðju, hægt verður að fá sér hið sívinsæla henna-tattú, arabískt kruðerí verður á boðstólum og þau Tabit Lakh og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir flytja tónlist frá Mið-Austurlöndum og kynna í leiðandi spennandi stórtónleika sem fyrirhugaðir eru á Vetrarhátíð 2024.

Sýningarnar Ævintýraeyjan og Heimkynni verða opnar á jarðhæð Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu. Í Gerðarsafni verður veitingastaðurinn Krónikan opinn frá klukkan 12.

Öll hjartanlega velkomin í haustfögnuð í Kópavogi. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Heilsum hausti í Kópavogi

Náttúrufræðistofa Kópavogs frá 12 – 14

Arabískt stuð og sveifla í samstarfi við hjálparsamtökin Get together og Félag kvenna frá Marokkó. Myndlistarkonurnar Yara Zein og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir leiða arabíska listsmiðju, hægt verður að fá sér hið sívinsæla henna-tattú, arabískt kruðerí verður á boðstólum og þau Tabit Lakh og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir flytja tónlist frá Mið-Austurlöndum og kynna í leiðandi spennandi stórtónleika sem fyrirhugaðir eru á Vetrarhátíð 2024.

Bókasafn Kópavogs / Á útisvæði frá 14 – 16

Myndlistarhópur Hlutverkaseturs er listhópur listahátíðarinnar Listar án landamæra árið 2023. Hópurinn mun opna sýninguna Fíflast með fíflum í menningarhúsunum 16. september.

Hér býður listhópurinn upp á skemmtilega viðburði og þátttökuverkefni sem hverfast meðal annars um fífilinn svo sem fíflakast, fíflakrítar, fíflaratleik og fíflalega málun á trönum.

Verið öll hjartanlega velkomin að fíflast með okkur.

Salurinn kl. 14 – 14:30
Ævintýrastuð með Þresti Leó og Góa

Leikararnir Þröstur Leó og Gói opna stóru ævintýrabókina og hver veit nema allt verði vitlaust…eða rétt. Það kemur í ljós. 

Sýningin er þannig upp byggð að list leikarans fær að njóta sín. Leikmynd og búningar af skornum skammti og ímyndunaraflið nýtt til hins ýtrasta hjá bæði leikurum og áhorfendum. Þeir sýna okkur hvernig hægt er að búa til sýningu í hvaða rými sem er.

Sýningin tekur rúman hálftíma í flutningi og lofum við miklu stuði og fjöri. Tónlist, leikur og dans.

Gerðarsafn frá 14:30 – 16:30
Kórónugerð með ÞYKJÓ

Kórónugerð úr litríkum blómum, stráum og ÞYKJÓ-blómum með vinum okkar í hönnunarteyminu ÞYKJÓ.

Gerðarsafn kl. 15
Komið og sjáið! Súlur, höfuð af nauti og stiga sem leiðir.. ekkert!

Örn Alexander myndlistarmaður ætlar að kynna sýningu Rósu Gísladóttur, fyrir börnum og fjölskyldum þeirra. Leiðsögnin er hugsuð þannig að börn komi í fylgd fullorðinna svo úr verði skemmtileg samvera ólíkra kynslóða.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.


Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn
19
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn
19
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað