Ljóð í hávegum höfð

Á dögum ljóðsins er mikið um að vera á aðalsafni Bókasafns Kópavogs.

Dagar ljóðsins hófust með afhendingu ljóðstafs Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn í Salnum þann 21. janúar. Vala Hauksdóttir hlaut ljóðstafinn fyrir ljóðið Verk að finna, önnur verðlaun hlaut Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir og þriðju verðlaun Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.

Viðurkenningar hlutu Jón Knútur Ásmundsson, Elín Elísabet Einarsdóttir, Draumey Aradóttir, Ragnar Jónasson og Halla Þórðardóttir.

Dómnefnd skipuðu Kristín Svava Tómasdóttir, Þórdís Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson.

Það verða skemmtilegir og ljóðatengdir viðburðir í boði á bókasafninu alla vikuna:

Í Beckmannsstofu á 2. hæð opnar innsetningin Ljóðaandrými, mánudaginn 22. janúar. Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi. Skáldin sem um ræðir eru þau Ragnheiður Lárusdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Hildur Kristín Thorstensen, Gunnhildur Þórðardóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Anton Helgi Jónsson.

Miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:00  verður ljóðastundin Skáldin lesa á 2. hæð. Þar munu skáldin Draumey Aradóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Harpa Rún Kristjánsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir lesa upp úr bókum sínum.

Loks verður fjölskyldustundin Mitt er þitt og þitt er mitt þann 27. janúar þar sem boðið verður upp á dásamlega og skemmtilega söngstund með Ragnheiði Gröndal söngkonu og Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Hér gefst börnum og fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa íslenska ljóða- og kveðskaparlist í gegnum tónlist, söng og sögur úr ólíkum áttum, lög og ljóð sem við þekkjum og eigum saman.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
sep
14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
21
sep
13:00

Vísindakakó

Aðalsafn
23
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
24
sep
24
sep
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað