Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríi

Fjölbreyttar smiðjur, náttúrubingó og skemmtilegt fjölskyldubíó

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsunum í Kópavogi í vetrarfríi grunnskólanna, mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. febrúar.

Á Bókasafni Kópavogs verður hægt að búa til marglitt og töfrandi origami og skapa sín eigin póstkort og merkimiða úr gömlum og spennandi bókum.  Þar verður líka boðið upp á skemmtilegar bíómyndir sem hægt er að njóta saman en Huldustofu á þriðju hæð verður breytt í notalegan bíósal.

Í Gerðarsafni verður náttúran skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar en smiðjurnar eru samstarfsverkefni Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Börn og fjölskyldur geta líka farið í glænýtt Náttúrubingó um Borgarholtið og skoðað og hlustað á náttúruna um leið. Ský, gnauð í vindi, visnað blóm og sinustrá er á meðal þess sem þarf að finna á Borgarholtinu til að fylla út bingóspjaldið. Það má svo merkja spjaldið og skila inn á Gerðarsafn en dregið verður úr nöfnum þátttakenda. Heppnir bingóspilarar geta fengið nýjustu bók Stjörnu-Sævars, Hamfarir, í verðlaun.

Ókeypis er inn á sýningar í Gerðarsafni fyrir fullorðin í fylgd með börnum en þar standa nú yfir sýningarnar Venjulegir staðir og Venjulegar myndir. Sýningarnar byggja á Ívars Brynjólfssonar. Auk þess stendur yfir grunnsýning á verkum Gerðar Helgadóttur á jarðhæð Gerðarsafns.

Fjölskyldudagskrá í menningarhúsunum

19. febrúar

11:00 | Bíósýning: Múlan (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
13:00 | Bókamerkja-origamismiðja  (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
15:00 | Kórónusmiðja (Gerðarsafn, jarðhæð)

20. febrúar

11:00 | Bíósýning: Herkúles (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
13:00 | Korta- og merkimiðasmiðja (Bókasafn Kópavogs, 3. hæð)
15:00 | Eldfjallasmiðja (Gerðarsafn, jarðhæð)

Frábært náttúrubingó í boði báða daga. Nálgist spjöldin á Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni.

Bókasafn Kópavogs er opið frá 08:00 – 18:00 og Gerðarsafn frá 12:00 – 18:00. Ókeypis er á Gerðarsafn fyrir fullorðin í fylgd með börnum.

Verið hjartanlega velkomin.



Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí
08
maí
14
maí
15
maí
15
maí
16:30

Rabbað um erfðamál

Aðalsafn
16
maí
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
1. maí
Lokað
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
1. maí
Lokað
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
1. maí
Lokað
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
1. maí
Lokað
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner