Litasafn Bókavogs

Tekin var sú ákvörðun af stjórnendum safnsins, eftir uppástungur frá lánþegum, að taka upp litakerfi í uppröðun bóka og hætta með Dewey flokkunarkerfið sem er og hefur verið ráðandi í vestrænum bókasöfnum til fjölda ára en kerfið er upphaflega frá árinu 1876. Dewey kerfið er tugakerfi og hefur verið álitið of flókið og illskiljanlegt fyrir lánþega sem vilja mikið frekar treysta á liti og titla bóka. Þeir lánþegar sem hafðir voru með í ráðum við ákvörðun á breytingunum höfðu allir orð á því að muna betur hvernig bók er á litinn frekar en um hvað hún væri, hver ritaði eða hvort hún væri skáldsaga, ævisaga, fræðsluefni eða eitthvað þaðan af flóknara.

Við á Bókasafni Kópavogs búum svo vel að forstöðumaðurinn okkar, Lísa Z. Valdimarsdóttir, er alþjóðlegur KonMari ráðgjafi og gat því vel skilið ástæðurnar á bak við uppástungur lánþega að leggja Dewey kerfið niður og tók mjög vel í að flokka bækur eftir litum enda, eins og Marie Kondo fræðin segja: „Það skiptir engu hve dásamlegir hlutirnir voru áður, við getum ekki lifað í fortíðinni. Gleðin og spenningurinn sem við finnum fyrir, hér og nú er svo miklu mikilvægari“. Dewey kerfið er komið til ára sinna, TikTok kynslóðin er að taka við og við vitum að hún flokkar bækur eftir litum.  

Lísa tók starfsfólk í leiðsögn áður en breytingarnar sjálfar hófust þar sem Dewey kerfinu var þakkað fyrir allt sem það hefur gefið safninu og skipulagi þess um leið og það var kvatt, eins og KonMari fræðin kveða á um. Nú er kominn tími á nýtt skipulag með nýrri gleði og notendaupplifun. Að þessu sögðu erum við enn upplýsingafræðingar og leggjum mikið upp úr stafrófinu og góðu skipulagi, þess vegna fórum við ekki í það að raða eftir tónum innan litanna heldur eftir titlum bókanna innan hvers litar.
Við breytingarnar sjálfar sáum við hve ótrúlega margar af bókunum okkar eru rauðar og því var tekin ákvörðun um að allar rauðar bækur væru saman á Lindasafni. Aðra litlir regnbogans má finna á aðalsafni. Endilega hafið samband í síma 441 6800.

Verið hjartanlega velkomin á Bókasafn Kópavogs, nú litríkara sem aldrei fyrr!

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
14
jan

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað