Við erum komandi kynslóðir

Barnamenningarhátíð verður haldin í Kópavogi laugardaginn 27. apríl með þátttöku mörg hundruð barna úr grunnskólum Kópavogs.

Iðandi tónlistarveisla í Salnum

Í Salnum bjóða Skólahljómsveit Kópavogs, kórar Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla og Smáraskóla og Marimbasveit Smáraskóla upp á glæsilega tónlistarveislu sem hefst klukkan 12 og stendur yfir fram eftir degi. Salka Sól stígur á stokk með Skólahljómsveit Kópavogs og tónlistarfólkið Íris Rós Ragnhildardóttir og Kjalar Martinsson Kollmar verða sérstakir gestir með kórunum. Lagalistinn kemur úr öllum áttum en lofa má mikilli stemningu þegar börnin fylla húsið af tónlist og söng.

Geimveruslamm í Gerðarsafni

Í Gerðarsafni sýna nemendur af unglingastigi Kársnesskóla vídeóverk og brúður sem þau þróuðu í smiðjum með listamönnunum Styrmi Erni Guðmundssyni og Agötu Mickiewicz. Í vídeóverkinu stíga brúðurnar á stokk sem geimverur í hæfileikakeppni en brúðurnar og vídeóverkið má sjá á sýningu á neðri hæð safnsins. Samhliða sýningunni munu Styrmir Örn og Agata bjóða upp á brúðusmiðju fyrir gesti og gangandi á milli 14:30 og 16:30 og eru öll hjartanlega velkomin.

Vináttan blómstrar á bókasafninu

Á Bókasafni Kópavogs sýna í kringum fjögur hundruð nemendur úr fjórðu bekkjum grunnskóla Kópavogs textaverk og teikningar. Verkin gerðu börnin að loknum skólaheimsóknum á bókasafnið í mars en þar tók Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari á móti fjórðu bekkingum í Kópavogi og ræddi við þau um sköpunarferlið og mikilvægi vináttunnar.  Í framhaldi veltu börnin fyrir sér gildi vináttunnar en afraksturinn má sjá á fyrrnefndri sýningu em mun taka yfir efstu hæð safnsins. Samhliða verður hægt að búa sér til sína eigin litskrúðugu vina- og ævintýrakórónu í kórónusmiðju sem stendur yfir frá 13:30 til 15:30.

Krakkajóga og moldarsmiðja

Á útisvæði verður hægt að fara í krakkajóga og búa til listaverk með mold í sumarveðrinu í boði Náttúrufræðistofu Kópavogs. Á bókasafninu verður einnig hægt að sjá öll þau ljóð sem bárust í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2024.

Á jarðhæð Bókasafns og í Náttúrufræðistofu standa nú yfir framkvæmdir og því er hæðin lokuð. Hæðin verður opnuð á ný með pompi og prakt og glæsilegri dagskrá laugardaginn 11. maí næstkomandi sem er afmæli Kópavogsbæjar en þá munu fleiri ungir listamenn úr röðum grunnskólabarna í Kópavogi sýna verk sín.

Dagskráin laugardaginn 27. apríl stendur yfir frá kl. 12 – 17, aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
jan
15
jan
16:30

Myndgreining

Aðalsafn | 1. hæð
16
jan
17
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
18
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
20
jan
12:00

Slökunarjóga

Aðalsafn
slökunarjóga
21
jan
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
08:00

Ljóðaandrými

Beckmannstofa á aðalsafni
22
jan
22
jan
22
jan
17:00

Skáldin lesa

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað