Við þökkum frábærar viðtökur

Það var mikið um dýrðir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri opnaði formlega nýja barnadeild Bókasafnsis og glænýtt rými Náttúrufræðistofu síðastliðinn laugardag. “Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými þar sem gefst tækifæri til sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning á Íslandi sem ég er fullviss um að Kópavogsbúar og aðrir gestir kunna vel að meta.” Segir Ásdís með stolti.

Hafist var handa við undirbúning breytinganna fyrir ári síðan og var meðal annars efnt til hugmyndasöfnunar meðal íbúa um nýtt sameinað rými Bókasafns og Náttúrufræðistofu. Theresa Himmer arkitekt hannaði breytingarnar á húsnæðinu og mikil ánægja er með hvernig til heppnaðist. Birtan flæðir um öll rými og tengir það svo fallega, það sést best á því hvernig gestir nýta rýmið, segir Soffía Karsldóttir, forstöðmaður menningarmála. Við eigum enn eftir að klára áfanga í verkinu því er næst óhætt að segja að það verði alltaf eitthvað nýtt að skoða fyrir gesti á næstunni.

Við erum í skýjunum með nýju rýmin á söfnunum okkar segja Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafnins og Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Náttúrufræðistofu. Fyrstu dagarnir eftir opnun hafa verið ævintýri líkastir vegna viðbragðanna sem við erum að fá frá gestunum okkar. Hér ræður forvitnin ríkjum, þau hlaupa á milli, skoða í skúffur og hillur, skríða inn í lestarhellana og njóta.

Frá vinstri: Brynhildur Karlsdóttir, deildarstjóri þjónustu á Bókasafninu, Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins, Teressa Himmer, arkitekt, Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri barnadeildar Bókasafnsins, Brynhildur Pálsdóttir, sýningarstjóri, Elín Edda Þorsteinsdóttir, teiknari, Hulda Margrét Birkisdóttir, líffræðingur og sérfræðingur á Nátturfræðistofu, Cecilie Gaihede, sérfræðingur í safnvörslu á Náttúrufræðistofu og Gerðarsafni, Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Náttúrufræðistofu og Gerðarsafns, Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og sérfræðingur á Náttúrufræðistofu, Soffía Karsldóttir, forstöðmaður menningarmála og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Brot úr ævi jarðar er ný sýning í Náttúrufræðistofu en frábært teymi kom að því að skapa sýninguna, en sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir. Brynja Sveinsdóttir starfaði náðið með einvala lið hönnuða og sérfræðinga til þess að skila þessari glæsilegu útkomu en það eru auk Teressu og Brynhildar; Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir), Hulda Margrét Birkisdóttir, Sævar Helgi Bragason, Júlía Kristín Kristinsdóttir, Elín Edda Þorsteinsdóttir og Cecilie Gaihede.

Við þökkum öllum sem komu og nutu með okkur á laugardaginn og hlökkum til þess að taka á móti ykkur áfram í þessu glæsilega rými.

Hér má sjá myndir sem Sigríður Marrow ljósmyndari tók á laugardaginn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
des
12:00

Sögustund á úkraínsku

Aðalsafn
03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað