Jólakattadagskrá fyrir leikskólabörn

Á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs var jólagleðin svo sannarlega verið við völd á aðventunni en þar var haldið eitt allsherjar jólaball alla virka daga í desember. Bókasafnið og Náttúrfræðistofa tóku á móti 300  leikskólabörnum í sérstaka jólakattadagskrá. Öllum elstu börnunum í leikskólum Kópavogs var boðið að koma og fræðast um jólaköttinn á skemmtilegan og spennandi hátt.

Börnin lærðu ýmislegt skemmtilegt um kisur, eins og að þær eru með þrjú augnlok svo þær þurfi ekki að blika eins oft og við mannfólkið, að þær geta skotið út klónum og dregið þær aftur inn og að veiðihárin á kisum eru skynfæri sem virka eins og hreyfiskynjarar.

Þá var starfsmaður Náttúrufræðistofu búinn að reikna út raunstærðina á jólakettinum miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í þjóðsögunum. Þar segir að jólakötturinn getur gleypt manneskju í einum munnbita og samkvæmt mjög nákvæmum vísindalegum útreikningum kom í ljós að munnurinn á jólakettinum þarf að vera tvöfalt stærri en munnurinn á ljóni til að geta gleypt manneskju í einum munnbita.

Ef líkami jólakattarins er stækkaður í samræmi við slíkan munn þá þarf hann að vera sex til átta sinnum stærri en líkami ljóns. Það þýðir að jólakötturinn hlýtur að hafa verið á stærð við risaeðlu!Þetta þóttu börnunum stórmerkileg tíðindi og skemmtu sér konunglega þegar þau veltu fyrir sér hvort jólakötturinn gæti hafa verið risaeðla eða ekki.

Krakkarnir hlýddu svo á stórskemmtilega sögu um jólaköttinn sem starfsmaður bókasafnsins las fyrir þau með tilþrifum og að lokum var dansað í kringum jólatréð og sungið af hjartans lyst.

Það voru kátir krakkar sem kvöddu Bókasafnið og Náttúrufræðistofu að dagskrá lokinni. Starfsfólkið var einnig í sannkölluðu jólaskapi eftir að hafa fengið að dansa í kringum jólatréð með yndislegum börnum oft á dag, alla daga desember mánaðar.   

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
jan
15
jan
16:30

Myndgreining

Aðalsafn | 1. hæð
16
jan
17
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
18
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
20
jan
12:00

Slökunarjóga

Aðalsafn
slökunarjóga
21
jan
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
08:00

Ljóðaandrými

Beckmannstofa á aðalsafni
22
jan
22
jan
22
jan
17:00

Skáldin lesa

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað