Frá Venesúela til Íslands

Við héldum áfram að kynnast sögu fólks sem hefur flust búferlum til Íslands í erindaröðinni Flóru mannlífsins sl. miðvikudag. Í þetta sinn heyrðum við ótrúlega sögu tveggja feðga frá Venesúela og því hvernig örlögin leiddu þá báða til Íslands þegar Sigríður Láretta Jónsdóttir ræddi við þá um ferðalag þeirra hingað til lands og tengsl föðurins við Ísland á níunda áratugnum. Spjallið fór fram á ensku og spænsku og voru bæði íslensku- og spænskumælandi einstaklingar á meðal áhorfenda.

Carloz Alberto Ramirez er frægur leikari í Venesúela og kom hann fyrst til Íslands árið 1982 með leikhópnum sínum til að taka þátt í Listahátíð Reykjavíkur.

Eftir sýninguna var hópurinn kynntur fyrir konu að nafni Vigdís Finnbogadóttir sem sagðist vera mikil áhugamanneskja um leikhús, en skyldi það engan undra. Hún var afar áhugasöm um starf leikhópsins og fór svo að lokum að hún bauð öllum leikhópnum heim til sín í mat.

Carlos var furðulostinn þegar hann mætti á forsetasetrið og þar var engin öryggisgæsla, aðeins ein aðstoðarkona í matseldinni. Hann upplifði svo mikla hlýju og virðingu frá Vigdísi og öllum Íslendingum sem hann kynntist, að þegar hann kom heim sagði hann Rafael, fjögurra ára syni sínum, að Ísland væri fullkomnasta land í heimi.

Þegar Rafael var orðinn fullorðinn höguðu örlögin því svo að fjölskyldan þurfti að flytja til Kólumbíu til að sækja læknisþjónustu fyrir langveikan son Rafaels. Þar vann Rafael sem þjónn og lenti hann á spjalli við fastakúnna frá Íslandi og urðu þeir miklir vinir. Þegar fjölskyldan þurfti síðar að flytja frá Kólumbíu borgaði vinur þeirra frá Íslandi flugfar fyrir Rafael og fjölskyldu hans til Íslands. Þá sá sonurinn að faðir hans hafði rétt fyrir sér með landið. Hér hitti hann fyrir þá hlýju og virðingu sem faðir hans hafði talað um.

Hér á landi býr Rafael enn þann dag í dag með fjölskyldu sinni, en yngsti sonur hans fæddist hér og var nefndur í höfuðið á velgjörðarmanni þeirra sem bauð þeim hingað. Faðir Rafaels er nú fluttur hingað til þeirra, fjórum áratugum eftir hann snæddi kvöldverð með þáverandi forseta á Bessastöðum.

Langar þig að kynnast fleiri ótrúlegum ævisögum? Ekki missa af næsta erindi, en þá kemur Satu Ramö sem er fædd í Finnlandi en býr nú á Ísafirði og skrifar bækur sem gerast vestur á fjörðum og hafa slegið í gegn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

18
okt
13:00

Mexíkósmiðja

Lindasafn
18
okt
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
20
okt
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
21
okt
22
okt
10:30

Heimildamyndasýning

Aðalsafn | Tilraunastofa 1. hæð
22
okt
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
okt
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
22
okt
15:30

ChatGPT námskeið | FULLBÓKAÐ

Aðalsafn | Huldustofa
23
okt
23
okt
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
23
okt
31
okt

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað