Heimsmarkmiðavika bókasafna

Vikuna 22. – 25 apríl tekur Bókasafn Kópavogs þátt í alþjóðlegri vitundarvakingu um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.

Þriðjudaginn 22. apríl förum við af stað með Umhverfisofurhetjuna, en það er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningarskjal um að þau séu umhverfisofurhetjur.

Guðmundur Andri Thorsson verður gestur í bókmenntaklúbbnum Hananú miðvikudaginn 23. apríl kl. 16:00 en sem liður í virku samfélagi á bókasafninu.

Ef ég væri grágæs er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Ellen Margréti Bæhrenz sem leikur jafnframt í sýningunni. Það er annað barnaleikrit Ellenar en hið fyrra, Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt, sló einmitt í gegn á bókasafninu fyrir jólin. Verkið fjallar um líf á landi sem er eitt af markmiðunum. Verkið verður sýnt í barnadeildinni kl. 13: 30 og er sýningin 30 min að lengd.

Alla föstudaga frá 11.00-13.00 erum við á Bókasafni Kópavogs með opið hús fyrir hælisleitendur og flóttafólk í samstarfi við GETU hjálparsamtök og eru öll velkomin. Í tilefni af alþjóðlegri viku heimsmarkmiða á bókasöfnum er tilvalið að beina athyglinni að þessari frábæru viðburðaröð og hvetja öll til að mæta, hælisleitendur, flóttafólk, innflytjendur sem og innfædda. Á dagskrá verður kassasmiðja fyrir krakkana, þar sem þau geta breytt pappakössum í hús, litað þau og skreytt, eða búið til eitthvað annað sem þeim dettur í hug. Kassasmiðjan mun dreifast um barnadeildina á fyrstu hæðinni. 

Í tilraunastofunni á 1. hæð verður boðið upp á fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum mexíkóskar smámyndir, milagros! Í smiðjunni verður gestum boðið að taka þátt í gerð sameiginlegs skúlptúrs þar sem hugmyndir um vellíðan, þakklæti og kærleika ráða ríkjum. Þátttakendur fá allt sem þarf til að búa til sinn eiginn milagro, lítinn táknrænan málmhlut, einhvers konar formgerða ósk eða þökk fyrir eitthvað jákvætt í lífinu. Milagros eru gerðir með upphleyptri tækni (e. embossing) og byggir gerð þeirra á aldagömlum mexíkóskum og evrópskum hefðum. Leiðbeinendur smiðjunnar eru listamennirnir Hugo Llanes og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Hvetjum ykkur öll að koma, taka þátt og virkja markmið sameinuðu þjóðana í verki.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
sep
17
sep
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
17
sep
12:15

Tónlistarreisa um Suður-Ameríku

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
19
sep
11:00

Get together

Aðalsafn
19
sep
20
sep
11:00

Fjölskyldustund

Aðalsafn | 1. hæð
20
sep
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
22
sep
12:00

Geðræktarvika | Stólajóga

Aðalsafn | Huldustofa 3. hæð
slökunarjóga
23
sep
23
sep
17:00

Geðræktarvika | Bætt andleg og líkamleg heilsa

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
24
sep
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað