Sumarbókasafn barnanna

Sumarið í barnadeild er tileinkað lestrarhestum, bókasafnskisunni Gloríu og umhverfinu.

Sumarlesturinn

Í sumar býður Linda landnámshæna öllum börnum sem eru byrjuð að lesa í ævintýralega svaðilför um landið sitt – Terra Gallina. Á bókasafninu fá börn vegabréf og merkja við hvert skipti sem þau lesa í 15 mínútur eða meira. Fjórða hvert skipti lenda þau á stjörnu og geta þá fengið happamiða.

Við drögum út einu sinni í mánuði, í lok júní, júlí og ágúst. Nú þegar hafa 425 happamiðar skilað sér til okkar, sem þýðir að börnin hafa lesið í samtals 425 klukkustundir, og við erum í skýjunum að sjá hve dugleg börnin eru.

Þá er einnig sumarlestur unglinga í fullum gangi, en þau skila inn umsögnum og komast þannig í pott og eiga möguleika á að vinna 10.000 kr. gjafabréf í Nexus. Dregið er út mánaðarlega og hafa þau þegar lesið 58 bækur.

Umhverfisofurhetjan

Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa hafa slegið höndum saman og efnt til stórskemmtilegs verkefnis fyrir börn sem stendur yfir í allt sumar. Umhverfisofurhetjan er vitundarvakningarverkefni þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og fá þá titilinn umhverfisofurhetja og karsafræ í verðlaun. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar í barnadeild.

Sumarsmiðjur alla miðvikudaga

Alla miðvikudaga í sumar verður boðið upp á föndursmiðjur á aðalsafni í Hamraborg 6a og Lindasafni í Núpalind 7. Smiðjurnar eru notalegar samverustundir fyrir börn og fullorðna þar sem þemað er Gloría bókasafnskisa, hvort sem verið er að föndra kort, bókamerki eða grímur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

10
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
11
nóv
12
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
12
nóv
12
nóv
16:30

Myndgreining

Aðalsafn | Tilraunastofa 1. hæð
13
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
13
nóv
10:00

Krílafjör tónlistartími | Foreldramorgunn

Aðalsafn | barnadeild
14
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
15
nóv
13:00

Luktasmiðja

Aðalsafn | 1. hæð
15
nóv
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
15
nóv
14:00

Jólapeysusmiðja með Ýrúrarí

Aðalsafn | Huldustofa
17
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað