Hvað eiga bergmálshellir, gervigreind og kökur sameiginlegt?

Erindaröðin Bókasafnið gegn upplýsingaóreiðu hefst þann 1. október með kökuboði Skúla Braga Geirdal. Við ætlum að bjóða upp á kökur til að maula meðan Skúli leiðir okkur í allan sannleikann um það hvað við erum í raun að samþykkja þegar við samþykkjum vefkökur. Hvaða upplýsingar erum við að veita þriðja aðila og af hverju vilja forrit fá aðgang að myndavél eða staðsetningu?

Erindið er hið fyrsta í erindaröðinni Bókasafnið gegn upplýsingaóreiðu sem er styrkt af Bókasafnasjóði. Eitt af markmiðum bókasafnalaga er að efla upplýsingalæsi og í heimi þar sem upplýsingaóreiða er vaxandi vandamál er mikilvægara en nokkru sinni að miðla réttum upplýsingum og styðja fólk í því að feta sig gegnum frumskóg upplýsingaóreiðunnar. Því býður Bókasafn Kópavogs upp á þessa erindaröð til að efla upplýsingalæsi.

Meðal þess sem boðið verður upp á í viðburðaröðinni er:

ChatGPT námskeið með Stefáni Atla þann 15. október. Þetta er hagnýtt og aðgengilegt námskeið fyrir byrjendur.

Í vetrarfríi grunnskólanna verður Patrekur Gunnlaugsson, yfirþjálfari rafíþrótta hjá Fylki og FH á Bókasafni Kópavogs í Hamraborg og býður foreldrum og ungmennum í opið spjall um skipulagt íþrótta- og tómstundastarf í kringum tölvuleiki í víðu og þröngu samhengi. Tilvalið er að mæta saman og spjalla um tölvuleiki, möguleika og hættur.

Í lok október mun Tryggvi Freyr Elínarson fræða okkur um það af hverju við sjáum frekar þær fréttir og umfjallanir sem samræmast okkar eigin skoðunum og það hvernig algóritminn ýtir undir skautun.

Heiðarlegi hjakkarinn Gyða Bjarkadóttir hjálpar okkur svo um miðjan nóvember að verða upplýstir neytendur stafræns efnis.

Allar upplýsingar um viðburðina má finna hér.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
23
des
08:00

Skiptimarkaður jólasveinsins

Aðalsafn | 2. hæð
01
des
23
des
08:00

Jólafataskiptimarkaður

Aðalsafn | 2. hæð
18
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn | 2. hæð
20
des
11:00

Langleggur og Skjóða í Lindaskógi

Lindasafn | Lindaskógur
22
des
23
des
10:00

Jólakósídagar

Aðalsafn | 1. hæð
02
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
07
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
08
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Lindasafn
09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað