Enn eitt aðsóknarmetið slegið

September sló öll aðsóknarmet á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Aldrei í sögu safnanna hafa fleiri gestir sótt söfnin í sama mánuðinum, en samtals 21.044 gestir komu í hús í báðum útibúum bókasafnsins og á Náttúrufræðistofu Kópavogs sem deilir húsnæði með aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Til samanburðar komu 17.476 gestir í september í fyrra sem þýðir rúmlega 20% fjölgun milli ára.

Brynhildur Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu á Bókasafni Kópavogs segir þessa hækkun ekki koma á óvart. „Við finnum fyrir því á hverjum degi að gestum hefur fjölgað. Húsin eru full nánast frá opnun til lokunar og er gaman að segja frá því að við fáum mjög fjölbreyttan hóp fólks inn. Á morgnana er stór hluti gesta eldri borgarar, foreldrar í fæðingarorlofi og háskólanemendur sem eru að koma til að læra. Um miðjan dag bætast síðan við aðrir hópar s.s. grunnskólabörn sem koma við eftir skóla og seinnipartinn er stærsti hópurinn fjölskyldur sem vilja afþreyingu eftir leikskóla og grunnskóla áður en haldið er heim í lærdóm og kvöldmat“.

Brynhildur segir einnig að bókasafnið reyni eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir allra og hafi til að mynda stækkað barnadeild aðalsafns til að koma til móts við þann mikla fjölda fjölskyldu- og barnafólks sem sækir safnið. „Hér eru öll velkomin burtséð frá stétt, stöðu, kyni eða þjóðerni og leggjum við mikla áherslu á það í öllu okkar starfi. Við viljum að gestum okkar líði vel og höfum lagt upp með að vera heimili að heiman fyrir íbúa Kópavogsbæjar og aðra sem koma til okkar, þannig viljum við hafa það“ segir Brynhildur að lokum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
nóv
10:00

Nærandi nærvera | Foreldramorgunn

Aðalsafn | 1. hæð
20
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
20
nóv
16:00

Ævintýra afmælisveisla

Aðalsafn | 1. hæð
21
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
24
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
25
nóv
26
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
26
nóv
16:00

Skynjunarsögustund

Aðalsafn | barnadeild
26
nóv
10:30

Heimildamyndasýning

Aðalsafn | Tilraunastofa 1. hæð
27
nóv
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn | 2. hæð
27
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
27
nóv
20:00

Bókaspjall

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað