Vika einmannaleikans

Félag kvenna í Kópavogi og Bókasafn Kópavogs taka höndum saman í viku einmanaleikans og bjóða upp á fræðslu og spjall þann 7. október næstkomandi kl. 17:00-19:00.

„Við vorum svo heppin að fyrrum samstarfskona okkar á Bókasafni Kópavogs hafði samband við okkur fyrir hönd Félags kvenna í Kópavogi og óskaði eftir samstarfi vikuna 3. – 10. október sem tileinkuð er einsemd og einmanaleika,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.

Vikan er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika og er verkefninu ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu gegn einmanaleika. „Bókasafn Kópavogs gerir margt til að sporna við einmanaleika og er margt í boði hjá okkur fyrir öll. M.a. erum við með þrjá hannyrðaklúbba, þrjá bókmennta- og lesklúbba, Sögufélag Kópavogs stendur reglulega fyrir ýmsum viðburðum, rithöfundar koma til okkar á ýmsar uppákomur, Jane Austen klúbburinn er með aðsetur hjá okkur og tónleikar, ýmis fræðsla og uppákomur eru nánast daglega hjá okkur,“ bætir Lísa við.

Yfirskrift viðburðarins þann 7. október er Bjargráð og leiðir gegn einmanaleika og hefst kl. 17:00 með kynningu frá Félagi kvenna í Kópavogi. Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur hjá Huglind tekur við með erindi um mikilvægi félagslegrar heilsu og bjargráð gegn einsemd og tengslaleysi. Í kjölfarið á Kristínu Lindu fer Eyrún Ósk Jónsdóttir verkefnastjóri á Bókasafni Kópavogs stuttlega yfir samfélagið á bókasafninu, viðburði og þjónustu og í lokin verður boðið upp á fallegt tónlistaratriði með Chris Foster enskum þjóðlagasöngvara og gítarleikara. „Við hvetjum öll til að kíkja við og sækja sér fræðslu og skemmtun ásamt félagsskap í notalegu andrúmslofti á aðalsafni Bókasafns Kópavogs Hamraborg 6a,“ segir Lísa að lokum.

Chris Foster
Eyrún Ósk Jónsdóttir
Kristín Linda Jónsdóttir

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

07
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
07
jan
08
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Lindasafn
09
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
10
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Lindasafn
14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur
14
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
16
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
21
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
jan
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
23
jan
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fim
Lokað
2. jan
8-18
3. jan
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
mið-2. jan
Lokað
3. jan
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fim
Lokað
2. jan
8-18
3. jan
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
mið-2. jan
Lokað
3. jan
11-15
sun
Lokað