Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir var gestur okkar í Leslyndi í dag. Hún hélt hressandi og stórskemmtilegt erindi um bækur sem eru í uppáhaldi hjá henni og kom með ferskan blæ þar sem margar bækurnar voru teiknimyndasögur og myndabækur. Marga bókanna eiga sér skemmtilega sögu og hafa dottið í hendurnar á Lóu í Góða hirðinum og jafnvel úr pappírsgámi.
Mátti þar finna Black Hole sem er kanóna myndasöguheimsins ásamt Mouse, From Hell og fleirum sem hafa rofið myndasögumúrinn. Einnig minntist hún á bók eftir James Edward Deeds Jr. sem varði stórum hluta lífsins á geðsjúkrahúsi og bera teikningar hans, gerðar með blýöntum og vaxlitum þess merki að hafa teiknað á hvaða pappír sem fyrirfannst. Syllabus eftir Lyndu Barry notar hún við kennslu og Bók örlaganna er frábær partýbók.
Bókalistinn í heild sinni er eftirfarandi:
90 sýni úr minni mínu // Halldóra Thoroddsen
Bird by Bird – Some Instructions on Writing and Life // Anne Lamott
Gamlar konur detta út um glugga – rússneskar örsögur // Danííl Kharms
Black Hole // Charles Burns
The Electric Pencil – Drawings from Inside State Hospital no. 3 // James Edward Deeds Jr.
Sabrina // Nick Ornaso
Syllabus // Lynda Barry
Cartooning – Philosophy and Practice // Ivan Brunetti
Hvítir hrafnar // Þórbergur Þórðarson
Játningar Láru miðils // Páll Ásgeir Ásgeirsson
Bók örlaganna – Töfrahringir greifans af Cagliostro // Alessandro Cagliostro
Codex Seraphinianus // Luigi Serafini
Me talk pretty one day // David Sedarins (og fleiri bækur eftir hann)
Tappi á himninum // Eva Rún Snorradóttir
Jo Nesbö
Shirley Jackson // Við höfum alltaf búið í kastalanum
All fours // Miranda July
The Iron Tonic // Edward Gorey
The Ticking // Renée French
Unwell // Tara Booth







