Upp hefur komið villa á Mínum síðum í leitir.is, sem veldur því að lánþegar sjá ekki öll útlánin sín.
Algengt er að lánþegar sjái eingöngu 10 eða 20 útlán. Þetta hefur það í för með sér að lánþegar geta ekki sjálfir endurnýjað eða séð skiladag á öllu sínu efni.
Engin breyting er í starfsmannaaðgangi, starfsfólk bókasafnanna getur því endurnýjað lánin sem lánþegarnir sjá ekki á vefnum.
Unnið er að lausn málsins hjá Landskerfi bókasafna.