Forritarar í fyrsta bekk?

Frá og með laugardeginum 27. janúar hefjast mánaðarleg forritunarnámskeið á Bókasafni Kópavogs fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
„Við erum að hefja samstarf við Kóder, sem eru félagasamtök um forritunarkennslu,“ segir Bylgja Júlíusdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs. „Þessi námskeið verða í boði síðasta laugardaginn í hverjum mánuði á aðalsafni og þar verður kennd forritun á iPad.“
Margir nemendur í grunnskólum bæjarins hafa fengið afhentar iPad tölvur í skólanum og Bylgja segir upplagt fyrir þá að hafa tölvurnar sínar með sér á námskeiðin. Þeir sem ekki hafa aðgang að spjaldtölvunum geta engu að síður mætt á námskeiðin og fengið lánaðar tölvur á staðnum.
„Hugmyndin er sú að þau læri forritun í gegnum leik,“ segir Bylgja. „Það er notað forrit sem heitir Hopscotch sem er mjög sjónrænt. Þar prófa þau sig áfram með því að raða saman skipunum sem líta út eins og kubbar og afrakstur tilraunarinnar sést strax á skjánum. Þetta kennir þeim grunnhugmyndirnar í forritun þó að forritunarmálið sé ekki hefðbundinn kóði, heldur líkara LEGO-kubbum.“
Bylgja segir að hugsjón Kóder-samtakanna sé sú að kveikja neista fróðleiksfýsnar hjá nemendum í gegnum leik. „Það er miklu skemmtilegra að afla sér þekkingar af því mann langar til þess heldur en af því einhver sé að mata mann á henni.“
Námskeiðin verða kl. 11:30 og ekki þarf að skrá sig á þau.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
des
23
des
08:00

Skiptimarkaður jólasveinsins

Aðalsafn | 2. hæð
01
des
23
des
08:00

Jólafataskiptimarkaður

Aðalsafn | 2. hæð
03
des
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
03
des
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
03
des
12:15

Leslyndi | Sjón

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
03
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
04
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn | Handavinnuhorn
04
des
15:00

Aðventukaffi Erasmus+ 

Aðalsafn | Tilraunastofan
05
des
11:00

Get together

Aðalsafn
06
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
des
14:30

Mangateiknismiðja 11+

Aðalsafn | 3. hæð
08
des
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað