Bókasafn Kópavogs 70 ára

Miðvikudaginn 15. mars eru 70 ár liðin frá stofnun Bókasafns Kópavogs. Afmæli Bókasafns Kópavogs verður fagnað með pompi og prakt á sjálfum afmælisdeginum 15. mars.

Miðvikudaginn 15. mars eru 70 ár liðin frá stofnun Bókasafns Kópavogs. Saga safnsins hófst með Lestrarfélagi Kópavogshrepps sem stofnað var í mars 1953 fyrir tilstilli Jóns úr Vör. Var lestrarfélagið með aðsetur í Kópavogsskóla og seinna einnig í Kársnesskóla og voru Jón úr Vör og Sigurður Ólafsson fyrstu bókaverðir safnsins.  

Árið 1964 var safnið flutt í 150 fermetra húsnæði í félagsheimili bæjarins og svo í Fannborg 3-5 í 800 fermetra húsnæði árið 1981. Árið 2002 flutti safnið á núverandi stað í Hamraborg 6a í 1400 fermetra og sama ár opnaði útibúið Lindasafn í Lindaskóla.  

Þrír forstöðumenn hafa starfað á Bókasafni Kópavogs frá opnun safnsins: Jón úr Vör frá stofnun til 1977, Hrafn Andrés Harðarson frá 1977 til 2015 og Lísa Zachrison Valdimarsdóttir frá 2015 til dagsins í dag. Með komu Lísu Zachrison Valdimarsdóttur sem forstöðumanns safnsins var allt bókasafnið fært í nútímalegan og flottan búning eftir hönnun Theresu Himmer, innanhússarkitekts. Fjölnotasölum og fundarherbergjum var bætt við, lesrýmum fjölgað og öll tækni og þjónusta safnsins leidd til framtíðar. 

Afmæli Bókasafns Kópavogs verður fagnað með pompi og prakt á sjálfum afmælisdeginum 15. mars og hefst afmælisdagskráin kl. 10 á skemmtilegri sögustund með margverðlaunaða barnabókahöfundinum Arndísi Þórarinsdóttur. Afmælisdagskráin mun einkennast af viðburðum í anda bókasafnsins og geta gestir gætt sér á gómsætri afmælisköku frá kl. 13 í báðum útibúum safnsins. Loka dagskrárliður afmælisdagsins eru svo tónleikar með tónlistarmanninum, Idol-stjörninni og Kópavogsbúanum Kjalari Martinssyni Kollmar. 

Afmælisdagskrá 15. Mars 2023 

Kl. 10:00       Sögustund með Arndísi Þórarinsdóttur 

Kl. 12:15       Afmælisjóga með Evu Maríu 

Kl. 12:45       Stuttmynd um sögu Bókasafns Kópavogs 

Kl. 13:00       Saga Bókasafns Kópavogs í 70 ár 

Kl. 14:00         Hannyrðaklúbburinn Kaðlín prjónar til góðs 

Kl. 16:00       Bókmenntaklúbburinn Hananú les ljóð Jóns úr Vör og Hrafns A. Harðarsonar 

Kl. 16:30       Nemendur Lindaskóla lesa ljóð 

Kl. 17:00       Kjalar tekur lagið 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
nóv
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
23
nóv
13:00

Könglar og kósý

Lindasafn
25
nóv
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
26
nóv
26
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
27
nóv
27
nóv
28
nóv
10:00

Stjúptengsl

Aðalsafn
28
nóv
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn
28
nóv
18:00

Heimstónlist

Aðalsafn
28
nóv
17:00

Venesúelsk hátíð

Aðalsafn
28
nóv
18:00

Venesúelsk matargerð

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað