Verið velkomin í listasmiðjuna Friðartjaldið á Barnamenningarhátíð. Smiðjan er haldin á neðri hæð Bókasafn Kópavogs. Friðartjaldið er opið rými fyrir öll börn til þess að koma og skilja eftir mark sitt á tjaldinu með málningu, stenslum og nælum. Í sameiningu búum við til öruggt, friðsælt og listrænt rými sem verður að lokum listaverk fyrir alla til þess að njóta.
Smiðjan er samstarf Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Barnamenningarhátíðar og Bókasafns Kópavogs.