Rithöfundurinn Embla Bachmann fer yfir bókaútgáfuferlið skref fyrir skref og segir frá því hvernig var að skrifa bók sautján ára.
Í lokin verður spurt og svarað sem er fullkomið tækifæri til að spyrja að öllu sem er ekki hægt að gúggla um bókabransann á Íslandi.
Öll ungmenn hjartanlega velkomin!
Embla er nítján ára rithöfundur sem hefur skrifað bækurnar Kærókeppnin og Stelpur stranglega bannaðar. Þriðja bókin er væntanleg fyrir jól.