Aðventuhátíð Kópavogs

Hin árlega aðventuhátíð Kópavogs verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 29. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri mun tendra ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við hátíðlega athöfn. Að venju verður nóg um að vera fyrir allan aldur með smiðjum, tónleikum og skemmtun í menningarhúsunum í Hamraborg. Settu daginn í dagatalið og fylgstu með þegar dagskráin verður birt […]
Þrefalt útgáfuboð: Paradísareyjan, Rugluskógur og Skólinn í Skrímslabæ

Höfundarnir Bergrún Íris, Elísabet Thoroddsen, Embla Bachmann og Tindur Lilja halda útgáfuhóf næstkomandi laugardag klukkan 12 á Bókasafni Kópavogs. Þar verður upplestur á nýútkomnum bókum:Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiRugluskógur eftir Elísabetu Thoroddsen og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiSkólinn í Skrímslabæ eftir Bergrúnu Írisi og myndir eftir Tind Lilju Einnig verður boðið upp […]
Krílafjör tónlistartími | Foreldramorgunn

Chrissie Telma Guðmundsdóttir mun bjóða upp á Krílafjör tónlistartíma í barnadeild Bókasafns Kópavogs í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs en þeir henta fyrir börn á aldrinum 4 til 16 mánaða og foreldra þeirra. Við munum syngja og spila ásamt því að efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Chrissie hefur mikla reynslu af tónlistarkennslu ungra barna og er […]
Draugasögustund fyrir börn

Í tilefni af Hrekkjavökunni ætlum við að vera með skemmtilega draugasögustund fyrir krakka á Bókasafni Kópavogs. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Eyrún Ósk Jónsdóttir mun lesa draugasögur úr íslensku þjóðsögunum og vera með smá fræðslu um hvernig hægt er að sigrast á íslensku draugunum samkvæmt þjóðtrúnni. Vissir þú t.d. að prump getur […]
Bækurnar á náttborðinu | Lindasafn

Bækurnar á náttborðinu verður með breyttu sniði í vetur, því við ætlum nú að velja eina bók fyrir hvern klúbb og ræða hana. Á fyrsta fundi þann 19. nóvember tökum við fyrir bókina Gervigul eftir Rebecca F. Kuang. Þetta er mögnuð saga. Þetta er ekki sagan hennar. June Hayward á misheppnaðan feril að baki sem rithöfundur. Þegar […]
Skrímslaratleikur

Í tilefni af hrekkjavökunni verður skrímslaratleikur á bókasafninu. Ratleikurinn verður bæði á aðalsafni í Hamraborg 6a og Lindasafni í Núpalind 7. Kíktu við og finndu íslensku skrímslin sem falin eru á safninu, finndu leyniorðið og fáðu verðlaun. Taktu þátt ef þú þorir!
Skiptimarkaður fyrir hrekkjavökubúninga

Verið velkomin á búningaskiptimarkað á hrekkjavökunni! Á aðalsafni verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í öllum stærðum og gerðum. Gefðu gömlum búningum framhaldslíf og/eða taktu með þér annan í staðinn.
Fuglagrímusmiðja

Komdu og búðu þér til grímu í vetrarfríinu! Boðið verður upp á grímuföndur; fjaðrir og alla heimsins liti til að lífga upp á vetrarfríið. Allur efniviður og leiðbeiningar á borðum á staðnum. Smiðjan fer fram bæði á aðalsafni í Hamraborg 6a og Lindasafni í Núpalind 7. Myndakassi verður á aðalsafni og hægt að taka af […]
Origami, Kjaftagelgjur og lífljómun

Komdu í vetrarfríi og búðu til skemmtilegar sjálflýsandi kjaftagelgjur úr origami og fáðu um leið fræðslu um lífljómun. Kjaftagelgjur eru ófrýnilegar en heillandi skepnur! Þær tilheyra samnefndum ættbálki djúpsjávarfiska sem hafa aðlagast eilífðarmyrkri hafdjúpanna á einstakan máta. Ekki aðeins með aðlagaðri sjón, heldur eiga þær sameiginlegt að bera eins konar veiðistöng með ljósi á endanum […]
Krakkabíó

Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa bjóða upp á bíó fyrir krakka í vetrarfríi, komum saman í kósý stund og horfum á skemmtilega teiknimynd um fiska eða fugla. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.