Uppskeruhátíð sumarlesturs

Hin árlega uppskeruhátíð sumarlesturs verður miðvikudaginn 20. ágúst á 1. hæð aðalsafns (barnadeild). Bjarni Fritzson, höfundur skemmtilegu bókanna um Orra óstöðvandi og Möggu Messi verður gestur okkar og heldur uppi fjörinu. Við fögnum lestrarhetjum sumarsins og drögum út skemmtilega vinninga. Hlökkum til að sjá alla sumarlestrarhesta!

Ofurhetju-perl

Bókasafnið býður kátum krökkum í ofurhetju-perl fimmtudaginn 21. ágúst. Sumarið er tileinkað lestrarhetjum og umhverfisofurhetjum. Kíktu og perlaðu þína eigin ofurhetju. Frítt inn og öll hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.

Ofurhetju grímunámskeið

Komdu að föndra flottar ofurhetjugrímur á Bókasafni Kópavogs. Sumarið er tileinkað skemmtilegum lestrar- og umhverfisofurhetjum hjá okkur. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Ofurhetju-origami

Komdu og föndraðu ofurhetju origami-bókamerki. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Smiðjan verður haldin á fyrstu hæð safnsins. Umhverfisofurhetjan Sumarið er tileinkað ofurhetjum á Bókasafni Kóapvogs og Náttúrufræðistofu. Umhverfisofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningarskjal […]

Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2025

Barnamenningarhátíð fer fram með pompi og prakt dagana 6.-12. maí. Kíktu á dagskrána í heild sinni og ekki láta þig vanta. Þriðjudagur 6.5.2025 Lindasafn 16 – 18 Pappírsblómasmiðja fyrir börn og fjölskyldur Föstudagur 9.5.2025 Salurinn 9 – 12 Leikur að orðum Lögin hans Braga ValdimarsUm 200 leikskólabörn af átta leikskólum í Kópavogi ásamt hljómsveit nemenda […]

Viltu vera memmm? |Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Skemmtileg og fjölskylduvæn dagskrá með Memmm Play og Skólahljómsveit Kópavogs fer fram undir berum himni, sunnudaginn 11. maí frá 12:30 – 16:30. Tilefnið er ærið enda Barnamenningarhátíð í Kópavogi í fullum gangi og Kópavogur fagnar sjötugsafmæli sínu á þessum fallega vordegi. Staðsetning er útisvæðið við menningarhúsin í Kópavogi, Bókasafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs, Gerðarsafn og Salinn […]

Sumarblóm á Lindasafni

Sumarblóm í öllum regnbogans litum verða til í þessari notalegu fjölskyldusmiðju í tilefni Barnamenningarhátíðar.  Börn og fjölskyldur geta komið saman, mótað litskrúðug sumarblóm úr silkipappír og málað og skreytt ílát fyrir blómin til að hvíla í. Hægt verður að taka blómin og ílátin með sér heim að smiðju lokinni. Smiðjan fer fram á Lindasafni milli […]

Rauðhetta

Silly Suzy og Salla Malla flytja ævintýrið um Rauðhettu á barnamenningarhátíð. Ef þú heldur að þú vitir allt um Rauðhettu þá skjátlast þér! Komdu og hlustaðu á einstakan, öðruvísi og jafnvel svolítið furðulegan flutning þeirrar Silly Suzy og Söllu Möllu á þessu sígilda ævintýri um Rauðhettu, þar sem áhorfendur fá að leika lykilhlutverk. Á meðan […]

Töfraloftbelgurinn | þátttökusýning

Töfraloftbelgurinn er þátttökusýning fyrir börn á leikskólaaldri. Listahópurinn Kvistur sýnir 30 mínútna barnasýningu á Barnamenningarhátíð á Bókasafni Kópavogs. Öll velkomin. Frítt inn.  Töfraloftbelgurinn er þátttökusýning fyrir börn á leikskólaaldri (0-5 ára) og byggir á samnefndri barnabók eftir Hildi Kristínu Thorstensen sem fjallar um köttinn Prófessor og gömlu konuna Málfríði sem ferðast um á töfraloftbelg og lenda […]

Sumarlestursgleði

Miðvikudaginn 21. maí kl.17.00 ætlum við að hefja sumarlestursátakið okkar með smá gleði á Bókasafninu. Ævar Þór Benediktsson kemur í heimsókn til okkar og les upp úr bókum sínum og verður með lestrarhvatningu fyrir börnin. Síðan munum við kynna sumarlestursátakið. Hlökkum til að sjá ykkur í sumarlestursskapi.

Spilaklúbbur | 13-17 ára

Nýr spilaklúbbur fyrir 13-17 ára hefur göngu sína. Klúbburinn hittist vikulega á þriðjudögum kl. 15 í ungmennadeild aðalsafnsins á 3. hæð og spilar saman.  Öll ungmenni hjartanlega velkomin!

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað