05. apr 12:15 – 13:00

12 mílur klukkan 12

Aðalsafn
Aldarminning Gísla J. Ástþórssonar, blaðamanns, teiknara og höfundar myndasagnanna um Siggu Viggu.

Blaðamaðurinn, listamaðurinn og þjóðfélagsrýnirinn Gísli J. Ástþórsson er í brennidepli í hádegiserindi Stefáns Pálssonar sagnfræðings. Gísli var í senn fagmaður á sviði blaðamennsku og þúsundþjalasmiður sem daðraði við fjölda listgreina.

Stefán rekur starfsferil Gísla og setur hann í samhengi við ýmsar breytingar á íslensku samfélagi og í fjölmiðlun – og húmorinn er aldrei langt undan. 

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Þann 5. apríl 2023 verða 100 ár liðin frá fæðingu Gísla J. Ástþórssonar og af því tilefni blésu afkomendur hans í samvinnu við Bókasafn Kópavogs til sýningar um ævi hans og störf. Sýningin var opnuð í fjölnotasal aðalsafns fimmtudaginn 16. mars og stendur hún til 11. apríl.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
jún
17
jún
17
jún
13:30

17. júní

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner