16. nóv 12:15 – 13:00

Á degi íslenskrar tungu með Jelenu Ciric

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Jelena Ciric er söngvaskáld, blaðakona og þýðandi sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2016. Hún er fædd í Serbíu, ólst upp í Kanada og bjó á Spáni og í Mexíkó áður en örlögin leiddu hana til Íslands.

Hér mun Jelena ræða um íslenskuna út frá sjónarhóli þess sem sest hér að og er að feta sig áfram í tungumálafrumskógi íslenskunnar. Aðstæður og viðhorf sem kynda undir ástríðu í garð íslenskunnar ber á góma sem og aðstæður og viðhorf sem geta jafnvel slökkt þá ástríðu. Sögurnar sem við búum til um íslenskuna og áhrif þeirra á samfélagið allt verða teknar til skoðunar.

Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.

———

Jelena Ciric hefur vakið athygli fyrir skrif sín um íslenska menningu og tungumálið hjá tímaritinu Iceland Review og fyrir útvarpsþáttagerð hjá Ríkisútvarpinu á Rás 1. Hún flutti ávarpið „Að skapa þjóð“. í tilefni fullveldishátíðar Íslands 1. desember 2018 á samkomu til heiðurs Danadrottningu.

Jelena hefur hlotið þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrir smáskífu ársins (2023) og tónlistarmyndband ársins (2023) en einnig sem söngkona ársins (2021). Árið 2021 hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þjóðlagaplötu ársins fyrir „Shelters one“.

Jelena stundar MA nám í þýðingafræði við Háskóla Íslands um þessar mundir og þýðir úr íslensku yfir á ensku. Íslenska er fimmta tungumálið sem Jelena hefur tileinkað sér en hún talar einnig serbnesku, ensku, frönsku og spænsku.

Jelena brennur fyrir sögunum sem upplýsa og hreyfa við fólki, hvort sem það er í gegnum tónlist, orð eða hvoru tveggja.

Ljósmynd af Jelenu Ciric: Juliette Rowland.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað