Árlegt bókaspjall Bókasafns Kópavogs fer fram á aðalsafni undir stjórn Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur. Rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Hildur Knútsdóttir og Friðgeir Einarsson lesa úr nýjustu verkum sínum og taka þátt í líflegum umræðum.
Léttar veitingar, kertaljós og huggulegheit. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.