21. nóv 20:00 – 22:00

Bókaspjall

Aðalsafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Benný Sif Ísleifsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson og Guðrún Eva Mínervudóttir verða gestir Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur í árlegu bókaspjalli Bókasafns Kópavogs.

Þau lesa brot úr glænýjum skáldsögum sínum og taka þátt í líflegum samræðum um skáldverk sín sem eru Speglahúsið eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, Mennska eftir Bjarna Snæbjörnsson og Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

Boðið verður upp á laufléttar veitingar og notalega stemningu. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Speglahúsið eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur
Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið. Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra.

Mennska eftir Bjarna Snæbjörnsson
Bjarni ólst upp við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum og neikvætt umtal um homma. Hvaða áhrif hefur það á mann að gangast ekki við hluta af sjálfum sér? Bók sem talar til allra þeirra sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, þeirra sem finnst erfitt að taka sér pláss og óttast viðbrögð annarra. Aðgengileg og hrífandi (skyldu)lesning.

Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

16
sep
17
sep
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
17
sep
12:15

Tónlistarreisa um Suður-Ameríku

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
19
sep
11:00

Get together

Aðalsafn
19
sep
20
sep
11:00

Fjölskyldustund

Aðalsafn | 1. hæð
20
sep
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
22
sep
12:00

Geðræktarvika | Stólajóga

Aðalsafn | Huldustofa 3. hæð
slökunarjóga

Sjá meira

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað