Mánudaginn 3. febrúar milli klukkan 14:00 – 16:00 hefur Bróderíklúbburinn göngu sína.
Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga?
Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig.
Klúbburinn hefur göngu sína á Lindasafni mánudaginn 3. febrúar kl. 14.
Öll velkomin og heitt á könnunni.