12. jan 17:00 – 18:00

Dreifing mannkyns og endurfundirnir

Aðalsafn – Fjölnotasalur
Ný fyrirlestraröð með Jóni Benedikt Björnssyni um dreifingu mannkyns um heiminn.

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Hvernig og hvenær dreifðist mannkynið um heiminn? Hvar og hvernig urðu til meginleiðir milli þeirra á nýjan leik sem loks hafa leitt til alheimsvæðingarinnar?

Mannkynið varð til á einum stað – í Afríku. Þaðan dreifðist það til allra átta um gjörvallan heiminn og tók dreifing þessi tugþúsundir ára. Ísland var til að mynda eitt síðasta landið til að byggjast. Er dreifingunni lauk hafði fólk aðlagast hinum sundurleitustu aðstæðum. Löngu, löngu seinna – á síðustu árþúsundum – fór fólkið sem hafði dreifst um heiminn í stórum stíl að finnast og kynnast á ný. Það fór í ferðalög til að forvitnast, læra, stríða, versla. Ein birtingarmyndin er landkönnunin og landafundirnir svonefndu, önnur verslunarleiðir um lönd og höf, enn önnur alþjóðavæðing nútímans. Við vitum lítið um dreifinguna en meira um endurfundina. Meðal annars eigum við sögur af því þegar fólkið sem fór í vesturátt hitti fyrst fólkið sem fór í austur og fólk sem fór í fyrndinni norður hitti fólk sem fór suður.

Jón Benedikt Björnsson fjallar um dreifingu mannkyns um heiminn í erindi sínu á aðalsafni. Jón er sálfræðingur að mennt og var lengi félagsmálastjóri á Akureyri, þá sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg en eftir það starfaði hann sem ráðgjafi, rithöfundur, fyrirlesari og við kennslu.

Viðburðurinn er sá fyrsti í fyrirlestraröðinni Vegirnir um heiminn sem haldin er í fjölnotasalnum á 1. hæð. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

13
mar
14
mar
11:00

Get together

Aðalsafn
15
mar
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
17
mar
12:00

Stólajóga

Aðalsafn
slökunarjóga
17
mar
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
17
mar
17:00

Hæglæti í hröðu samfélagi

Aðalsafn | 2. hæð
18
mar
15:00

Spilaklúbbur | 13-17 ára

Aðalsafn | 3. hæð
18
mar
12:00

Qigong

Aðalsafn | Huldustofa
18
mar
17:00

Jóga nidra fyrir unglinga

Aðalsafn | Tilraunastofa

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað