Friðarheimspeki búddismans
Eyrún Ósk Jónsdóttir rithöfundur verður með erindi um friðarheimspeki búddismans en hún er alin upp í búddatrú. ,,Eitt einstakt líf, vegur þyngra en allur alheimurinn.“
Flóra mannlífsins er erindaröð um ólíka menningarheima á Bókasafni Kópavogs og er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi.
Verkefnið er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus og snýr að því að koma betur til móts við allan þann fjölbreytta hóp fólks sem heimsækir bókasafnið okkar og halda blómlegri fjölmenningu á lofti.
Aðrir viðburðir í viðburðaröðinni Flóra mannlífsins
Miðvikudaginn 23. október kl. 17:00 – Austræn menning / Session on Estern Cultures: Sali Salem Alazzani og Mia L. Georgsdóttir verða með erindi um austræna menningu og þau austrænu menningarsamfélög sem hafa sest að á Íslandi. Sali starfar sem innflytjenda- og flóttamannasérfræðingur hjá fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar. Hún er með meistaragráðu í alþjóðlegum samningarviðræðum á átakasvæðum og Mia er ein af stofnendum Félags kvenna frá Marakkó og hefur tekið þátt í stjórnmálum og boðið sig fram í bæjarstjórnarkosningum.
Miðvikudagurinn 20. nóvember kl. 17:00 – Ferð í gegnum arfleifð og persónulega uppgötvun: Jasmina Vajzovic deilir sögum frá heimalandi sínu Bosníu og Hersegóvínu, ræðir helgisiði, hátíðahöld og hversdaglegar venjur sem gera menningu hennar einstaka. Fyrirlesturinn gefur innsýn í hefðir, gildi og sögur Bosníu og Hersegóvínu og djúpstæð áhrif þessarar arfleiðar á fyrirlesarann.
Miðvikudaginn 22. janúar kl. 17:00 – Saga mín: Sigríður Láretta Jónsdóttir ræðir við þrjá innflytjendur og biður þá um að deila sögu sinni.