21. sep 13:00 – 15:00

Friðardúfur á friðardegi

Lindasafn

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Á alþjóðlegum degi friðar ætlum við að gera saman litlar og fallegar friðardúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni verður hægt að taka dúfurnar með sér heim og leyfa þeim að flögra um loftin blá.

Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar hverjum og einum.

Smiðjan hentar vel fyrir börn og fjölskyldur. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Dúfan hefur í gegnum aldir og árþúsundir öðlast sess sem sterkt og mikilvægt friðartákn innan ólíkra trúarbragða og menningarheima og því vel við hæfi að hylla friðardúfuna á alþjóðlegum friðardegi. 21. september var fyrst helgaður alþjóðlegum friði árið 1982 og til hans stofnað af Sameinuðu þjóðunum árið áður. Árið 2001 var dagurinn gerður að alþjóðlegum degi friðsamlegra aðgerða og vopnahlés. Sameinuðu þjóðirnar bjóða öllum þjóðum og íbúum heims að stöðva átök og hernaðaraðgerðir á deginum og að öðru leyti minnast dagsins með vitundarvakningu í menntastofnunum og hjá almenningi um málefni er snúa að friði.

Deildu þessum viðburði

16
nóv
13:00

Ljósgjafar

23
nóv
13:00

Könglar og kósý

Lindasafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
nóv
09
nóv
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
nóv
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
09
nóv
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
11
nóv
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
12
nóv
12
nóv
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
12
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
13
nóv
13
nóv
14
nóv
02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað