12. nóv 12:15

Gullpotturinn

Bráðskemmtileg sögusmiðja fyrir hugmyndaríka krakka.

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Bráðskemmtileg sögusmiðja með rithöfundunum Sverri Norland og Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem bæði eru þaulvanir sagnasmiðjustjórar. Þau leiða börnin í gegnum fjörugan leik í leit að sögum og ævintýrum en undir handleiðslu höfundanna spinna börnin saman söguþráð.

Til að örva hugarflug barnanna geta þau sótt í Gullpottinn dularfulla, sem Kristín og Sverrir hafa jafnan með sér og vekur ævinlega lukku og forvitni.

Sverrir Norland hefur starfað sem rithöfundur og fjölmiðlamaður um árabil og hefur víðtæka reynslu af því að stýra alls kyns skapandi starfi með börnum, til að mynda föndursmiðjum AM forlags, þar sem börn og foreldrar teikna og spinna sögur út frá bókum útgáfunnar, og „Hækuleikum Landakotsskóla“ (2022) þar sem nemendur virkjuðu athyglisgáfuna með því að semja hækur. Þá ferðaðist Sverrir, ásamt Kristínu Rögnu, á þriðja tug skóla haustið 2021 í Skáld í skóla- verkefninu.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir er rithöfundur og teiknari. Hún hefur verið sýningarstjóri nokkurra barnasýninga og sýningin Barnabókaflóðið sem hún vann fyrir Norræna húsið var sett upp í Eystrasaltslöndunum. Kristín hefur verið þátttakandi í List fyrir alla í þrígang og heimsótti tugi skóla með Sverri Norland á vegum RSÍ í verkefninu Skáld í skólum í fyrra. Auk þess ritstýrði hún RisaStórar smásögur í tengslum við Sögur – verðlaunahátíð barnanna 2021 og 2022. Kristín Ragna hefur kennt myndlýsingar við Myndlistaskólann í Reykjavík og ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur tvisvar sinnum fengið Vorvindaviðurkenningu IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar.

Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og öll velkomin.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Viðburðir eru haldnir á víxl á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum.

Deildu þessum viðburði

21
sep
16
nóv
13:00

Ljósgjafar

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
21
sep
13:00

Vísindakakó

Aðalsafn
23
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
07
okt
12
okt
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
nóv
09
nóv
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað