25. jan 12:15 – 12:45

Hádegisdjass með Tónlistarskóla FÍH

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Söngkonurnar María Bóel og Ragnheiður Silja ásamt Guðmundi Grétari flytja fjölbreytt úrval íslenskra laga í tilefni af Dögum ljóðsins í Kópavogi. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Bókasafns Kópavogs og Tónlistarskóla FÍH.

María Bóel er 22 ára gömul, fædd og uppalin í Neskaupstað en flutti suður til Reykjavíkur til þess að læra söng og býr þar í dag. Hún hefur verið að syngja frá því hún man eftir sér og stundaði píanónám í Tónskóla Neskaupstaðar frá sjö ára aldri þar til hún flutti suður 19 ára gömul. Hún hefur nú lokið framhaldsprófi í rytmískum söng frá tónlistarskóla FÍH og vinnur nú að sínu eigin efni til útgáfu ásamt því að koma fram við ýmis tilefni.

María Bóel stundar einnig nám við Háskólann á Hólum þar sem hún er að læra viðburðastjórnun en hún hefur verið framkvæmdastjóri fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Neistaflugs í Neskaupstað frá árinu 2022 og starfar við það með námi ásamt öðru hlutastarfi.

Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir er fædd og uppalin í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Hún byrjaði að syngja í Barna og unglingakórum Bústaðakirkju 5 ára gömul og lærði einnig á fiðlu við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík þegar hún var yngri. Í menntaskóla söng hún með Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og tók þátt í hinum ýmsu söngvakeppnum á vegum skólans. Seinustu ár hefur hún sungið með Gospelkór Jóns Vídalíns og tekið þátt í hinum ýmsum viðburðum með kórnum, þar má nefna George Michael tribute tónleika og tónleikasýninguna Dívur.

Ragnheiður Silja er útskrifaður sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og vinnur við það í dag. Hún sinnir einnig sjálfboðaliðastarfi sem skátaforingi fyrir unglinga og ungmenni á Höfuðborgarsvæðinu. Síðustu ár hefur hún lagt stund á söngnám við Rytmískadeild Tónlistarskóla FÍH og hóf nám á framhaldsstigi í haust. Hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2025 og hefja þá feril sem söngkona og flytjandi við hinar ýmsu athafnir.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.




Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
21
sep
13:00

Vísindakakó

Aðalsafn
23
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
07
okt
12
okt
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
nóv
09
nóv
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað