21. mar 12:15 – 12:45

Heimur batnandi fer

Hádegisdjass með Tónlistarskóla FÍH

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Helga Margrét Clarke og Berglind Ragnarsdóttir koma fram á ljúfum hádegistónleikum á Bókasafni Kópavogs og flytja lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Tónleikarnir fara fram á annarri hæð bókasafnsins.

Helga Margrét Clarke er fædd og uppalin á Akureyri. Hún ólst upp á miklu tónlistarheimili þar sem báðir foreldrar eru tónlistarmenn. Helga Margrét hóf klassískt píanónám þriggja ára við Tónlistarskólann á Akureyri en lagði tónlistina á hilluna um árabil á meðan hún sinnti háskólanámi.

Helga lauk B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2007 og tók síðan meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands 2013. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hún fór að semja aftur, syngja og spila með systur sinni í hljómsveitinni Sister Sister en þá kviknaði aftur áhugi á söng og lagasmíðum.

Haustið 2020 hóf hún rytmískt söngnám við tónlistarskóla FÍH hjá Jóhönnu Linnet og Margréti Eir. Helga hefur verið að koma fram sem söngkona bæði með samnemendum og atvinnutónlistarfólki. Helga stefnir á að útskrifast frá FÍH vorið 2024 og hefja feril sem bæði söngkona og lagahöfundur.

Berglind Ragnarsdóttir hefur verið viðloðandi tónlist frá unga aldri og stundað tónlistarnám nær óslitið frá sex ára aldri.  Hún hóf klassískt píanónám í Suzukiskólanum og hélt svo áfram í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem hún lauk stjötta stigi. 

Berglind hefur verið virkur þátttakandi í kórastarfi, bæði á Íslandi og í Svíþjóð en auk þess hefur hún stýrt barnakór, stundað klassískt söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, sótt námskeið í Complete Vocal Technique, lagasmíðum og viðburðahaldi hjá Söngsteypunni. 

Undanfarin ár hefur Berglind einbeitt sér að lagasmíðum og er byrjuð að gefa út efni undir eigin nafni. Haustið 2020 hóf hún rytmískt söngnám við tónlistarskóla FÍH en þaðan mun hún útskrifast í vor.



Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað