21. des 12:15 – 12:45

Jóladjass með Tónlistarskóla FÍH

Notaleg jólasveifla með þeim Agnesi Sólmundsdóttur, Jónu Svandísi Þorvaldsdóttur og Þorvaldi Sigurbirni Helgasyni sem öll stunda framhaldsnám við söngdeild Tónlistarskóla FÍH. Með þeim spilar Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

—————-

Agnes Sólmundsdóttir stundar nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH á miðstigi, en hún er einnig með grunnpróf á fiðlu og píanó. Agnes hefur komið víða við, sungið inn á plötur, bæði sólósöng og bakraddir, og komið fram bæði á sviði og í sjónvarpi sem bakraddasöngkona með mörgu af helsta tónlistarfólki landsins.

Agnes hefur sungið í kór í 10 ár samfleytt, fyrst í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur en síðan 2017 hefur hún verið dyggur meðlimur í Gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Nýverið gaf hljómsveitin hennar, ÁRALÍA, út splunkunýtt jólalag að nafni Þegar jólin koma.

——————–

Jóna Svandís Þorvaldsdóttir stundar söngnám á miðstigi við Tónlistarskóla FÍH og hefur einnig grunn á píanó. Hún hefur notið þess að syngja frá blautu barnsbeini, lengst af með Vocal Project – poppkór Íslands en áður með kór Verzlunarskóla Íslands og Barnakór Árbæjarkirkju. Jóna stofnaði árið 2013, ásamt vinkonum sínum, sönghópinn Jólabjöllurnar sem skemmta víða fyrir hver jól. Hún er að fikra sig áfram í lagasmíðum og er liðtækur textahöfundur.

——————-

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er skáld og tónlistarmaður í hjáverkum. Sem unglingur hlustaði Þorvaldur á Frank Sinatra og ýmsa aðra djasstónlistarmenn í laumi og söng með á fullu blasti þegar hann var einn heima. Í dag syngur hann ennþá í laumi en stundum líka fyrir annað fólk. Þorvaldur stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er meðlimur í kórnum Klið.

Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð Söngdeild Tónlistarskóla FÍH og Bókasafns Kópavogs sem fór af stað í september 2023. Tónleikarnir fara að jöfnu fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar flytja tónlistarnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli, sveiflu og sving, stuð og stemningu.




Myndasafn

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
sep
14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
21
sep
13:00

Vísindakakó

Aðalsafn
07
okt
12
okt
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
nóv
09
nóv
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað