01. okt 12:15 – 13:00

Leslyndi | Eva Björg Ægisdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Eva Björg Ægisdóttir, verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 1. október.

Eva Björg Ægisdóttir fæddist á Akranesi 27. júní 1988. Fyrstu skref hennar í skrifum voru tekin í Grundaskóla á Akranesi þegar hún vann smásagnakeppni, en eftir það liðu um tæp fimmtán ár þar til næsta ritverk fékk að líta dagsins ljós. Eftir nám í Þrándheimi skrifaði hún fyrstu skáldsögu sína, Marrið í stiganum, samhliða starfi sem flugliði. Sú bók kom út árið 2018 og hlaut Svartfuglinn, glæpasagnaverðlaun sem veitt eru fyrir fyrstu glæpasögu höfunda og var hún fyrst til að hljóta þau verðlaun. 

Síðan þá hefur Eva Björg sent frá sér glæpasögu árlega og náð að helga sig ritstörfunum. Bækur hennar hafa hlotið margvísleg verðlaun heima og að heiman. Marrið í stiganum vann til hinna virtu glæpasagnaverðlauna Breta, CWA Dagger og fékk einnig Thrillzone Award í Hollandi fyrir bestu fyrstu glæpasöguna. Heim fyrir myrkur hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann árið 2023. 

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Viðburðaröðin hefur notið mikilla vinsælda og skapað sér fastan sess undanfarin misseri, þegar fólk flykkist að til að sjá hina ýmsu rithöfunda deila með okkur sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

04
feb
12:15

Leslyndi | Vilborg Davíðsdóttir

Aðalsafn | sviðið
04
mar
12:15

Leslyndi | Ævar Þór Benediktsson

Aðalsafn | sviðið
08
apr
12:15

Leslyndi | Auður Jónsdóttir

Aðalsafn | sviðið
06
maí
12:15

Leslyndi | Yrsa Sigurðardóttir

Aðalsafn | sviðið

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
jan
14
jan
16:30

Myndgreining

Salurinn | forsalur
16
jan
11:00

Get together

Gerðarsafn
21
jan
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
22
jan
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
23
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
24
jan
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
27
jan

Sjá meira

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað