07. feb 12:15 – 13:00

Leslyndi með Auði Övu

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Auður Ava Ólafsdóttir kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í upphafi febrúarmánaðar og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Auður Ava Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1958. Hún var lektor í listfræði við Háskóla Íslands 2003-2018. Hún hefur einnig kennt listfræði og listasögu við Leiklistarskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum.

Fyrsta skáldverk Auðar var skáldsagan Upphækkuð jörð sem kom út hjá Máli og menningu árið 1998. Síðan hefur hún skrifað bæði skáldsögur, leikrit og ljóð.

Auður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar. Rigning í nóvember hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2004.  Skáldsagan Afleggjarinn er margverðlaunuð bók, meðal annars hlaut hún Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2008, Fjöruverðlaunin sama ár og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Sagan vakti mikla athygli í Frakklandi þegar hún kom þar út í þýðingu Catherine Eyjólfsson sem Rosa Candida árið 2010, og einnig var franska þýðingin verðlaunuð í Quebec í Kanada vorið 2011. Auður hlaut bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólk bókaverslana fyrir skáldsöguna Ör 2016 sem og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018. Hún hefur jafnframt tvívegis verið tilnefnd til þeirra; fyrst fyrir skáldsöguna Undantekningin: (de arte poetica) og svo Ungfrú Ísland 2018 en fyrir þá bók hlaut hún Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana í flokki skáldsagna.

Haustið 2019 hlaut Auður frönsku Médici-verðlaunin fyrir Ungfrú Ísland í flokki erlendra bóka. Bókin kom út í Frakklandi það haust í þýðingu Erics Boury, sem Miss Islande. Verðlaunin eru veitt bæði frönskum og þýddum skáldsögum. 

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
sep
14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
21
sep
13:00

Vísindakakó

Aðalsafn
07
okt
12
okt
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
04
nóv
09
nóv
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað