05. mar 12:15 – 13:00

Leslyndi með Bennýju Sif Ísleifsdóttur

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Benný Sif Ísleifsdóttir, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í mars og fjallar um nokkrar uppáhaldsbækur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Benný Sif Ísleifsdóttir er með bæði BA- og MA-próf í þjóðfræði og diplóma í hagnýtri íslensku frá Háskóla Íslands. Hún kom nokkuð geyst fram á íslenskt bókmenntasvið og hefur á örfáum árum markað sér spor þar. Benný hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2018 fyrir handritið að skáldsögunni Grímu sem kom út sama ár. Gríma vakti nokkra athygli, spurðist vel út meðal lesenda og hlaut  Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards.

Skáldsagan Hansdætur kom út árið 2020 og hlaut strax mikið lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Evrópsku bókmenntaverðlaunanna. Framhald HansdætraGratíana, kom út árið 2022 og hlaut fádæma góðar viðtökur lesenda.. Skáldsögur Bennýjar eru örlagasögur fólks úr íslenskum veruleika, höfundur tvinnar haganlega saman sorgir og sigra sögupersónanna og lesandinn getur vart annað en hrifist með. Nýjasta skáldsaga Bennýjar Sifjar er Speglahúsið sem kom út árið 2024.

Deildu þessum viðburði

29
okt
12:00

Frumbýlisár á Kársnesi

Aðalsafn | ljóðahorn
05
nóv
12:15

Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn
03
des
12:15

Leslyndi | Sjón

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
okt
14
okt
16:30

Bókatrúnó með Emblu Bachmann

Aðalsafn | Huldustofa
15
okt
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
16
okt
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð
17
okt
11:00

Get together

Aðalsafn
18
okt
13:00

Mexíkósmiðja

Lindasafn
18
okt
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
20
okt
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
21
okt
23
okt
31
okt
23
okt
01
nóv
08:00

Skrímslaratleikur

Aðalsafn 1. hæð

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað