08. jan 12:15 – 13:00

Leslyndi með Jónínu Leósdóttur

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Jónína Leósdóttir, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í janúarbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Jónína Leósdóttir er fædd í Reykjavík 1954. Hún lauk stúdentsprófi úr fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík og BA-prófi í ensku og bókmenntafræðum frá Háskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám við Essex-háskóla í Bretlandi. Jónína hefur skrifað æviminningabækur, skáldsögur, barna- og unglingabækur og fjölda smásagna. Leikrit eftir Jónínu hafa verið sýnd í Sjónvarpinu og verk eftir hana verið flutt í Útvarpsleikhúsinu. Auk þess var leikrit hennar, Leyndarmál, flutt í þremur framhaldsskólum og stuttir leikþættir eftir Jónínu hafa verið sýndir vítt og breitt um landið.

Fyrsta frumsamda bók Jónínu var Guð almáttugur hjálpi þér, ævisaga séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar, sem út kom 1988. Árið 1993 kom unglingabókin Sundur og saman en fyrsta skáldsaga Jónínu fyrir fullorðna, Þríleikur, kom út 1994. Árið 2013 sendi Jónína frá sér bókina Við Jóhanna, sem er ástarsaga hennar og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og hlaut hún mjög góðar viðtökur. Í janúar 2008 hlaut Jónína Ljóðstaf Jóns úr Vör, verðlaun í ljóðasamkeppni á vegum Kópavogsbæjar. Einnig hefur hún hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir smásögur og leikverk og árið 2009 hlaut hún viðurkenningu IBBY á Íslandi fyrir skrif sín fyrir unglinga.

Jónína starfaði sem blaðamaður og ritstjóri um tveggja áratuga skeið og þýddi skáldsögur og bækur af öðrum toga. Frá árinu 2006 hefur hún unnið alfarið við bókaskrif. Frá 2016 hefur Jónína einbeitt sér að skrifum glæpasagna við góðan orðstír og sérstaklega hafa sögurnar um ellilífeyrisþegann Eddu slegið í gegn. Fyrsta bókin, Konan í blokkinni, var tilnefnd til íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans.

Deildu þessum viðburði

05
nóv
12:15

Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn
03
des
12:15

Leslyndi | Sjón

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
nóv
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
04
nóv
07
okt
04
nóv
05
nóv
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
05
nóv
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
05
nóv
12:15

Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn
06
nóv
10:00

Skynjunarleikur

Aðalsafn | 1. hæð
06
nóv
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn | Handavinnuhorn
06
nóv
12:00

Opni leikskólinn Memmm

Aðalsafn | barnadeild 1. hæð

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
Þri
Lokað
mið-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
Þri
Lokað
mið-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað