01. okt 12:15 – 13:00

Leslyndi | Sjón

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð

Sigurjón Birgir Sigurðsson, einnig þekktur undir listamannsnafninu Sjón, verður gestur okkar í Leslyndi miðvikudaginn 1. október.

Sjón fæddist 27. ágúst 1962 í Reykjavík og var einungis 16 ára þegar hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Sýnir (1978). Hann hefur síðan þá skrifað fjölda ljóðabóka og skáldsagna, skrifað leikrit, samið texta við lög og gefið út efni fyrir börn, auk þess að vera einn af stofnendum súrrealistahópsins Medúsu og útgáfufélagsins Smekkleysu.

Sjón hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín og verk, en sem dæmi má nefna Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur, Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2013 fyrir skáldsöguna Mánastein og hlotið ásamt Björk tilnefningu til Óskarðsverðlaunanna og Golden Globe-verðlaunanna árið 2001 fyrir besta frumsamda lag.

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Viðburðaröðin hefur notið mikilla vinsælda og skapað sér fastan sess undanfarin misseri, þegar fólk flykkist að til að sjá hina ýmsu rithöfunda deila með okkur sínum uppáhaldsbókum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

03
sep
12:15

Leslyndi | Sigríður Hagalín

Aðalsafn | ljóðahorn
01
okt
12:15

Leslyndi | Sjón

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
05
nóv
12:15

Leslyndi | Eva Björg Ægisdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
03
des
12:15

Leslyndi | Kristín Helga Gunnarsdóttir

Aðalsafn | ljóðahorn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
ágú
13:00

Ofurhetju-perl

Aðalsafn | 1. hæð
22
ágú
11:00

Get together

Aðalsafn
25
ágú
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
26
ágú
27
ágú
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
29
ágú
11:00

Get together

Aðalsafn
29
ágú
05
sep
02
sep
03
sep
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað