22. jan 08:00 ~ 27. jan 17:00

Ljóðaandrými | Innsetning

Aðalsafn

Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi. Skáldin sem um ræðir eru þau Ragnheiður Lárusdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Hildur Kristín Thorstensen, Gunnhildur Þórðardóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Anton Helgi Jónsson.

Öll velkomin.

Ragnheiður Lárusdóttir er búsett í Reykjavík. Ragnheiður er íslenskufræðingur, listkennslufræðingur og söngkennari að mennt og er kennari við Menntaskólann í Kópavogi.
Fyrsta bók hennar 1900 og eitthvað kom út 2020, fyrir handritið að henni fékk hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og var sú bók einnig tilnefnd til Maistjörnunnar. Næst kom Glerflísakriður 2021 og svo Kona/Spendýr árið 2022. Næsta bók Ragnheiðar kemur út á þessu ári og ber nafnið Veður í æðum.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er fæddur árið 1979 á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Ólafur Sveinn ólst upp á Tálknafirði þar sem hann lærði ungur að meta vísur og ljóðlist. Rúmlega 40 árum síðar gaf útgáfufélagið Bjartur & veröld út fyrstu ljóðabók Ólafs, bókin ber heitið Klettur – ljóð úr sprungum og fékk hún afbragðs dóma og var m.a. tilnefnd til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar. Bókin fjallar um skjótt fráfall foreldra Ólafs og þá krefjandi lífreynslu er hann tók á sínar herðar í kjölfar þess. Önnur ljóðabók Ólafs – Tálknfirðingur BA – kom út árið 2023 og þar yrkir Ólafur Sveinn um æsku sína og heimabyggð af einlægni og dregur upp áhrifamiklar myndir af mannlífi og tilveru fyrir vestan af næmri tilfinningu og húmor.

Hildur Kristín Thorstensen er 29 ára gömul listakona. Hún kláraði leiklistarbraut við Fjölbrautaskólann í Garðabæ 2014 og fór því næst í sviðslistarnám við Länsi-Suomen Opisto í Finnlandi. Hún kláraði framhaldspróf í klassískum söng og tónlist við Söngskólann í Reykjavík árið 2017. Hún lærði leiklist við Cours florent í París og síðar í Rose Bruford í London. Hún hefur gefið út bæði ljóðabók og barnabók. Auk þess hefur hún skrifað leikrit og starfað við þýðingar. Hún hefur einnig leikið í og leikstýrt verkum fyrir listahópinn Kvist.

Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari. Hún hefur gefið út sex ljóðbækur sumar á bæði íslensku og ensku. 
Bæði listaverk og ljóðabækur Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í verkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hnattræn hlýnun og hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. Gunnhildur Þórðardóttir er með MA í liststjórnun (2006), tvíhliða BA nám sagnfræði (listasögu) og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge UK (2003) og viðbótardiplómanám í listkennslu bæði fyrir grunn – og framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands (2019). Hún hefur starfað við kennslu síðan 2014 og starfað í rúm tíu ár fyrir listasöfn bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Hún hefur verið virkur myndlistarmaður í tuttugu ár og unnið trúnaðarstörf fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og félagið Íslensk grafík. Árið 2019 hlaut hún ljóðaverðlaunin Ljósberann.

Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki fjölbreyttan feril sem ljóðskáld, myndlistakona, rithöfundur, gjörningalistakona, leikari og leikstjóri. Hún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016. Auk þess að senda frá sér fjórar skáldsögur, níu ljóðabækur og eina myndskreytta barnabók hefur Eyrún skrifað leikrit, kvikmyndahandrit, greinar og fyrirlestra. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.

Eygló Jónsdóttir er rithöfundur og kennari. Hún er með meistaragráðu í ritlist. Hún situr í ritnefnd fyrir tímaritið Mannúð, sem fjallar um frið og mannréttindi. Hún hefur gefið út barnabókina Ljóti jólasveinninn, ljóðabækurnar Gjöf og Áttun, smásagnasafnið Samhengi hlutanna og barnabækurnar Sóley og töfrasverðið og Sóley í Undurheimum. Hún hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og ljóð eftir hana og sögur hafa birst í safnritum.

Anton Helgi Jónsson gaf út sína fyrstu ljóðabók aðeins 19 ára. Það var árið 1974 en síðan hafa bæst við níu ljóðabækur, sú síðasta Þykjustuleikarnir kom út í hittiðfyrra en von er á nýrri bók á þessu ári.
Anton Helgi nam heimspeki og bókmenntafræði við Stokkhólmsháskóla en hefur síðan fengist við ritstörf af ýmsu tagi auk þess að vinna við auglýsingagerð og almannatengsl.
Tvisvar hefur Anton Helgi hreppt Ljóðstaf Jóns úr Vör og árið 2022 hlaut hann Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar. Anton Helgi heldur úti ljóðavefnum anton.is þar sem hægt er að lesa mikið af verkum skáldsins og einnig birtir hann reglulega ljóð og kvæði á samfélagsmiðlum.

Dagsetningar

22.jan

08:00 ~ 18:00

23.jan

08:00 ~ 18:00

24.jan

08:00 ~ 18:00

25.jan

08:00 ~ 18:00

26.jan

08:00 ~ 18:00

27.jan

11:00 ~ 17:00

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí
08
maí
14
maí
15
maí
15
maí
16:30

Rabbað um erfðamál

Aðalsafn
27
maí
01
jún
08:00

Plöntuskiptimarkaður

Aðalsafn
03
jún
08
jún
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
01
júl
06
júl
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner